Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 22:47 Hörður Axel Vilhjálmsson lét Pau Gasol ekki vaða yfir sig í kvöld. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum. „Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel. Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum. „Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum. „Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel. „Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði. Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08
Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56
Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44
Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13