Búið er að endurhanna viðmótið og fjarstýringuna sem fylgir með. Einnig er búið að tengja tækið við Siri, talgervil Apple, og því ætti að vera hægt að stjórna tækinu með því að ræða við Siri. Getur hún hækkað og lækkað, sett á texta, leitað að myndum og þáttum og spólað fram og til baka svo dæmi séu tekin.

Apple TV verður með 64-bita A8 örgjörva, HDMI-tengi og ethernet-tengi. Fjarstýringin á í samskiptum við Apple TV með Bluetooth. Kemur tækið út í tveimur útgáfum, 32gb og 64gb. Mun Apple TV koma út í Bandaríkjunum í október og verður komið til 180 landa fyrir lok ársins.