Alexander Petersson verður með á EM í Póllandi, ef heilsan leyfir, samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Í haust voru taldar litlar líkur á því að Alexander gæti verið með vegna meiðsla en hann hefur spilað reglulega með Rhein-Neckar Löwen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, og er reiðubúinn að gefa kost á sér í íslenska landsliðið fyrir EM í janúar.
Frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið má sjá hér fyrir ofan í fréttinni.
