Hafa sýnt tvær heimildarmyndir kostaðar af umfjöllunarefni myndanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 11:20 Skarphéðinn segir að myndin um Búrfellsvirkjun hafi verið meðhöndluð eins og allt annað dagskrárefni. RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“ Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira