Hafa sýnt tvær heimildarmyndir kostaðar af umfjöllunarefni myndanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 11:20 Skarphéðinn segir að myndin um Búrfellsvirkjun hafi verið meðhöndluð eins og allt annað dagskrárefni. RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira