Innlent

Jólatjald verður í Fógetagarði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þessi jólasveinn sótti heim jólamarkaðinn í fyrra.
Þessi jólasveinn sótti heim jólamarkaðinn í fyrra. Mynd/Reykjavíkurborg
Þar sem færri komust að en vildu á jólamarkaðinn hjá Nova á Ingólfstorgi hefur Reykjavíkurborg ákveðið að bjóða upp á pláss í stóru tjaldi í Fógetagarðinum, að því er fram kemur á vef borgarinnar.

Fram kemur að sölupláss sé í boði 21., 22. og 23. desember. Tjaldið verði skreytt með stórum ljósaseríum og jólatónlist spiluð. Fyrri dagana tvo á að vera opið frá tvö til tíu um kvöld og frá tvö til ellefu á Þorláksmessu. „Vonast er til þess að skemmtileg jólastemning myndist og að fjölbreyttur hópur söluaðila komi þarna saman,“ segir á vefnum.

Þrjátíu þúsund krónur kostar að leigja rúmlega tveggja metra söluborð og þarf fólk að skuldbinda sig til þess að vera þar allan tímann. Þeir sem láta ágóða af sölustarfi sínu renna til góðgerðar- eða félagssamtaka fá niðurfellda tvo þriðju af leiguverðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×