Tíðarverkir sigga dögg skrifar 2. febrúar 2015 09:00 Verkir geta birst víða um líkamann Vísir/Getty Túrverkir geta verið missterkir. Hjá sumum þá eru mánaðarlegar blæðingar tíðindalitlar og trufla ekki daglegt líf en hjá öðrum getur þetta verið lamandi sársauki sem krefst rúmlegu og verkjataflna. Þá er gott að muna að blæðingar eru ekki einkamál kvenna því sumir transkarlmenn ganga einnig í gegnum hið mánaðarlega. Samkvæmt Vísindavefnum verða túrverkir því legið dregst saman af völdum þessara efnasambanda til að þrýsta gamalli legslímu út um leghálsinn. Sársaukinn magnast þegar blóðugir vefjaklumpar losna út um leghálsinn, einkum ef hann er mjög þröngur. Hvar finnur fólk fyrir túrverkjum? Verkur getur birst í mjöðmum eða neðarlega í kvið og leitt út í fótleggi eða mjóbak. Þá getur þetta einnig valdið höfuðverk, ógleði og niðurgangi eða hægðartregðu. Hversu mikill sársauki fylgir túrverkjum?Hægt er að sýna fram á túrverki vísindalega en þá er þrýstingur mældur í leginu og fjöldi og tíðni samdrátta þar. Í eðlilegum tíðum er þrýstingur við samdrátt legs 50-80 mm Hg og vara samdrættir í 15-30 sekúndur með tíðnina 1-4 samdrættir á hverjum 10 mínútum. Þegar kona fær túrverk er þrýstingur samdráttanna meiri (jafnvel meiri en 400 mm Hg), varir lengur en í 90 sekúndur og oft eru ekki nema 15 sekúndur á milli þeirra. Fæðingarhríðir líkjast mjög slæmum túrverkjumVísir/Getty Af hverju er einstaklingsmunur á túrverkjum? Ef þú ert með þröngan legháls, hreyfir þig ekki nægilega, undir mikilli streitu eða með afturhallandi leg þá geta túrverkir verðir sársaukafyllri. Einstaklingar sem fá túrverki eru með meira af prostaglandínum í legslímunni en annað fólk. Hvað er hægt að gera til að linna verkina? Það getur verið gott að taka inn bólgueyðandi lyf, fyrr frekar en seinna, eins og íbúfen. Þá getur hreyfing samhliða nægri hvíld og heitum bakstri haft áhrif. Einnig getur fullnæging hjálpað til og einhverjar tilgátur eru uppi um að fullnæging geti stytt tíma blæðinga því krampinn sem fylgir fullnægingu gæti flýtt fyrir (kreist) blóðinu að fara úr leginu. Ef túrverkirnir eru mjög slæmir þá geta getnaðarvarnapillur sem inniheldur bæði hormónin estrógen og prógesterón (samsetta pilla) minnkað blæðingarnar og sársaukanum sem þeim fylgir. Ekki þjást í hljóði, ef þú glímir við sársaukafulla tíðarverki, farðu til læknis og skoðaðu hvaða úrræði standa þér til boða. Ef þig vantar aðstoð til að halda utan um tíðahringinn þá getur þú reiknað hann út eða náð þér í app í símann. Heilsa Tengdar fréttir Tíðarteiti Til að fagna upphafi blæðinga er hægt að halda tíðarteiti fyrir táningsdótturina 2. júlí 2014 14:00 Tilkippileg á túr Það þykir tabú að tala um kynlíf á blæðingum en smá túrblóð hamlar ekki kynhegðun. 7. október 2014 14:00 Krúttlega "Rósa frænka“ Það er loksins búið að gera upphafið að blæðingum skemmtilegt. 19. júní 2014 00:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Túrverkir geta verið missterkir. Hjá sumum þá eru mánaðarlegar blæðingar tíðindalitlar og trufla ekki daglegt líf en hjá öðrum getur þetta verið lamandi sársauki sem krefst rúmlegu og verkjataflna. Þá er gott að muna að blæðingar eru ekki einkamál kvenna því sumir transkarlmenn ganga einnig í gegnum hið mánaðarlega. Samkvæmt Vísindavefnum verða túrverkir því legið dregst saman af völdum þessara efnasambanda til að þrýsta gamalli legslímu út um leghálsinn. Sársaukinn magnast þegar blóðugir vefjaklumpar losna út um leghálsinn, einkum ef hann er mjög þröngur. Hvar finnur fólk fyrir túrverkjum? Verkur getur birst í mjöðmum eða neðarlega í kvið og leitt út í fótleggi eða mjóbak. Þá getur þetta einnig valdið höfuðverk, ógleði og niðurgangi eða hægðartregðu. Hversu mikill sársauki fylgir túrverkjum?Hægt er að sýna fram á túrverki vísindalega en þá er þrýstingur mældur í leginu og fjöldi og tíðni samdrátta þar. Í eðlilegum tíðum er þrýstingur við samdrátt legs 50-80 mm Hg og vara samdrættir í 15-30 sekúndur með tíðnina 1-4 samdrættir á hverjum 10 mínútum. Þegar kona fær túrverk er þrýstingur samdráttanna meiri (jafnvel meiri en 400 mm Hg), varir lengur en í 90 sekúndur og oft eru ekki nema 15 sekúndur á milli þeirra. Fæðingarhríðir líkjast mjög slæmum túrverkjumVísir/Getty Af hverju er einstaklingsmunur á túrverkjum? Ef þú ert með þröngan legháls, hreyfir þig ekki nægilega, undir mikilli streitu eða með afturhallandi leg þá geta túrverkir verðir sársaukafyllri. Einstaklingar sem fá túrverki eru með meira af prostaglandínum í legslímunni en annað fólk. Hvað er hægt að gera til að linna verkina? Það getur verið gott að taka inn bólgueyðandi lyf, fyrr frekar en seinna, eins og íbúfen. Þá getur hreyfing samhliða nægri hvíld og heitum bakstri haft áhrif. Einnig getur fullnæging hjálpað til og einhverjar tilgátur eru uppi um að fullnæging geti stytt tíma blæðinga því krampinn sem fylgir fullnægingu gæti flýtt fyrir (kreist) blóðinu að fara úr leginu. Ef túrverkirnir eru mjög slæmir þá geta getnaðarvarnapillur sem inniheldur bæði hormónin estrógen og prógesterón (samsetta pilla) minnkað blæðingarnar og sársaukanum sem þeim fylgir. Ekki þjást í hljóði, ef þú glímir við sársaukafulla tíðarverki, farðu til læknis og skoðaðu hvaða úrræði standa þér til boða. Ef þig vantar aðstoð til að halda utan um tíðahringinn þá getur þú reiknað hann út eða náð þér í app í símann.
Heilsa Tengdar fréttir Tíðarteiti Til að fagna upphafi blæðinga er hægt að halda tíðarteiti fyrir táningsdótturina 2. júlí 2014 14:00 Tilkippileg á túr Það þykir tabú að tala um kynlíf á blæðingum en smá túrblóð hamlar ekki kynhegðun. 7. október 2014 14:00 Krúttlega "Rósa frænka“ Það er loksins búið að gera upphafið að blæðingum skemmtilegt. 19. júní 2014 00:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Tíðarteiti Til að fagna upphafi blæðinga er hægt að halda tíðarteiti fyrir táningsdótturina 2. júlí 2014 14:00
Tilkippileg á túr Það þykir tabú að tala um kynlíf á blæðingum en smá túrblóð hamlar ekki kynhegðun. 7. október 2014 14:00
Krúttlega "Rósa frænka“ Það er loksins búið að gera upphafið að blæðingum skemmtilegt. 19. júní 2014 00:01