Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2015 10:36 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Gústaf Níelsson. Vísir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi verið búnar að taka ákvörðun um að draga skipan Gústafs Níelssonar sem varamann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar til baka áður en forystumenn Framsóknarflokksins sögðu þeim að gera það. Rangt sé að þær Sveinbjörg hafi verið „teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins.Gústaf Níelsson.Vísir/GVASkipan Gústafs vakti mikla athygli en fyrstu tíðindi þess birtust á Vísi að kvöldi 20. janúar. Skipun Gústafs vakti sérstaka athygli í ljósi þess að hann er yfirlýstur og flokksbundinn Sjálfstæðismaður auk þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um múslima og samkynhneigða. Guðfinna Jóhanna sagði í viðtali við Vísi þá um kvöldið að alls konar raddir ættu að heyrast í mannréttindaráði. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ sagði Guðfinna. Um hádegisbil daginn eftir sendu borgarfulltrúarnir frá sér yfirlýsingu þar sem skipan Gústafs var dregin til baka.Sjá einnig:„Ég var ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna sagði í viðtali í Eyjunni á Stöð 2 í gær að ákvörðunin hefði verið alfarið tekin af þeim Sveinbjörgu. Hún hafi vissulega fundað með forsætisráðherra klukkan hálf tólf umræddan dag en þá hafi þær Sveinbjörg þegar verið búnar að ákveða að draga skipan Gústafs til baka. „Við tókum þessa ákvörðun áður en nokkur í forystu Framsóknarflokksins var búinn að segja okkur að taka þessa ákvörðun. Við áttuðum okkur á að þetta voru mistök og drógum til baka.“ Guðfinna ræddi einnig erfiða átta mánuði síðan kollegi hennar, Sveinbjörg Birna, sagði í viðtali á Vísi að það væri hennar skoðun að afturkalla ætti lóð til múslima í Mörkinni í Reykjavík. „Ég hef ekkert á móti því að byggð sé moska í Reykjavík,“ sagði Guðfinna í gær en ítrekaði að staðsetningin væri ekki heppileg að hennar mati. Undanfarnir átta mánuðir hafi verið harðir og ekki síst eftir ummæli Jóhannesar Bjarnasonar, fyrrum oddvita flokksins á Akureyri, fyrir helgi. „Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af,“ sagði Jóhannes meðal annars. Post by Jóhannes Gunnar Bjarnason. Guðfinna skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hún sagði að eftir allt sem á undan væri gengið ætlaði hún að leyfa sér að gráta. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en èg er ætla ég að leyfa mér að gráta, En fyrir hverja er þetta svo? Einstaklinga sem þurfa útrás fyrir eigin gremju og minnimàttarkennd til að upphefja sig og einstaklinga í einhverjum pólitîskum leik, hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er à leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast,“ sagði í færslu Guðfinnu. Post by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún bætti við í Eyjunni í gær að síðustu átta mánuðir hefði verið svolítið harðir. „Þeir hafa farið í að neita hlutum sem ég hef aldrei nokkurn tímann sagt. Búið að búa til skoðanir. Svolítið Nixon aðferðin, „Let them deny it“,“ sagði Guðfinna í Eyjunni. Engin umræða sé um það sem Framsókn og flugvallarvinir séu að gera í borginni. Ekki virðist eiga að leyfa þeim hlutum að koma upp á yfirborðið. Tengdar fréttir Kölluð rasisti, fasisti og nú síðast nasisti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir furðar sig á því að vera, af Salmann Tamimi, kölluð nasisti og telur sig ekki hafa unnið fyrir þeirri einkunn. 15. janúar 2015 16:41 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Grátandi kona og krafa um uppgjör Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. "Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. 2. febrúar 2015 08:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi verið búnar að taka ákvörðun um að draga skipan Gústafs Níelssonar sem varamann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar til baka áður en forystumenn Framsóknarflokksins sögðu þeim að gera það. Rangt sé að þær Sveinbjörg hafi verið „teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins.Gústaf Níelsson.Vísir/GVASkipan Gústafs vakti mikla athygli en fyrstu tíðindi þess birtust á Vísi að kvöldi 20. janúar. Skipun Gústafs vakti sérstaka athygli í ljósi þess að hann er yfirlýstur og flokksbundinn Sjálfstæðismaður auk þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um múslima og samkynhneigða. Guðfinna Jóhanna sagði í viðtali við Vísi þá um kvöldið að alls konar raddir ættu að heyrast í mannréttindaráði. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ sagði Guðfinna. Um hádegisbil daginn eftir sendu borgarfulltrúarnir frá sér yfirlýsingu þar sem skipan Gústafs var dregin til baka.Sjá einnig:„Ég var ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna sagði í viðtali í Eyjunni á Stöð 2 í gær að ákvörðunin hefði verið alfarið tekin af þeim Sveinbjörgu. Hún hafi vissulega fundað með forsætisráðherra klukkan hálf tólf umræddan dag en þá hafi þær Sveinbjörg þegar verið búnar að ákveða að draga skipan Gústafs til baka. „Við tókum þessa ákvörðun áður en nokkur í forystu Framsóknarflokksins var búinn að segja okkur að taka þessa ákvörðun. Við áttuðum okkur á að þetta voru mistök og drógum til baka.“ Guðfinna ræddi einnig erfiða átta mánuði síðan kollegi hennar, Sveinbjörg Birna, sagði í viðtali á Vísi að það væri hennar skoðun að afturkalla ætti lóð til múslima í Mörkinni í Reykjavík. „Ég hef ekkert á móti því að byggð sé moska í Reykjavík,“ sagði Guðfinna í gær en ítrekaði að staðsetningin væri ekki heppileg að hennar mati. Undanfarnir átta mánuðir hafi verið harðir og ekki síst eftir ummæli Jóhannesar Bjarnasonar, fyrrum oddvita flokksins á Akureyri, fyrir helgi. „Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af,“ sagði Jóhannes meðal annars. Post by Jóhannes Gunnar Bjarnason. Guðfinna skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hún sagði að eftir allt sem á undan væri gengið ætlaði hún að leyfa sér að gráta. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en èg er ætla ég að leyfa mér að gráta, En fyrir hverja er þetta svo? Einstaklinga sem þurfa útrás fyrir eigin gremju og minnimàttarkennd til að upphefja sig og einstaklinga í einhverjum pólitîskum leik, hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er à leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast,“ sagði í færslu Guðfinnu. Post by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún bætti við í Eyjunni í gær að síðustu átta mánuðir hefði verið svolítið harðir. „Þeir hafa farið í að neita hlutum sem ég hef aldrei nokkurn tímann sagt. Búið að búa til skoðanir. Svolítið Nixon aðferðin, „Let them deny it“,“ sagði Guðfinna í Eyjunni. Engin umræða sé um það sem Framsókn og flugvallarvinir séu að gera í borginni. Ekki virðist eiga að leyfa þeim hlutum að koma upp á yfirborðið.
Tengdar fréttir Kölluð rasisti, fasisti og nú síðast nasisti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir furðar sig á því að vera, af Salmann Tamimi, kölluð nasisti og telur sig ekki hafa unnið fyrir þeirri einkunn. 15. janúar 2015 16:41 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Grátandi kona og krafa um uppgjör Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. "Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. 2. febrúar 2015 08:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kölluð rasisti, fasisti og nú síðast nasisti Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir furðar sig á því að vera, af Salmann Tamimi, kölluð nasisti og telur sig ekki hafa unnið fyrir þeirri einkunn. 15. janúar 2015 16:41
Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38
Grátandi kona og krafa um uppgjör Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. "Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. 2. febrúar 2015 08:47