Lífið

Heimurinn notar um milljón poka á mínútu

Þórunn Björk Pálmadóttir
Þórunn Björk Pálmadóttir Vísir/Pjetur
„Ætli áhuginn komi ekki frá ömmu minni, hún þvoði alltaf plastpokana sína og notaði þá aftur og aftur,“ segir Þórunn Björk Pálmadóttir, bloggari á Græna froskinum og skipuleggjandi Fjölnota febrúar.

Hún hvetur Íslendinga til að vera meðvitaðri um umbúðanotkun og umhverfisvernd í febrúar. „Hugmyndin kom eftir að ég las að á einni mínútu er notuð um ein milljón plastpoka í heiminum, og meðalnotkunartími er tuttugu mínútur áður en honum er hent,“ segir hún.

Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar. „Ég er ekki að koma af stað byltingu heldur að fá fólk til að pæla aðeins í magninu af umbúðum sem við notum og hvað við getum gert til að draga úr því. Vonandi skila þessar kröfur okkar sér síðan til fyrirtækja,“ segir Þórunn.

Á Facebook-síðunni Fjölnota í febrúar skiptist fólk á góðum ráðum. „Besta ráðið er frá konu sem fannst hún ber ef hún tók ekki fjölnotapoka í búðina, og ekki ferðu ber í búðina,“ segir hún og hlær. Þórunn segir að Íslendingar þurfi að herða sig í því að flokka og endurvinna. „Við vitum þetta öll og kunnum þetta. Okkur finnst hálf hallærislegt að þvo plastpoka og nota aftur, en það er það alls ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×