Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 06:30 Árni Steinn Steinþórsson hefur farið mikinn með Haukaliðinu í úrslitakeppninni. Vísir/Ernir Afturelding og Haukar hefja leik í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í N1-höllinni í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.30. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Fram, til að rýna í úrslitarimmuna.Hvernig fer hléið með liðin? „Haukarnir hafa verið ofboðslega sannfærandi í úrslitakeppninni en það er spurning hvernig þetta langa hlé fer með þá, hvort þeir nái að halda dampi eða ekki. Það hefði verið best fyrir þá ef úrslitin hefðu byrjað sem fyrst eftir undanúrslitin,“ sagði Guðlaugur, en tvær vikur eru síðan Haukar spiluðu síðast á meðan Mosfellingar léku oddaleik við ÍR 26. apríl sem þeir unnu á ævintýralegan hátt. „Fyrsti leikur gæti einkennst af því að liðin eru að koma úr löngu fríi. En þetta verður hörkurimma og allir leikirnir verða spennandi. Bæði lið spila sterka vörn, eru með góða markmenn og búa yfir mikilli breidd sem þjálfararnir hafa nýtt vel. Þetta eru sennilega þau lið sem eru með mestu breiddina í deildinni,“ sagði Guðlaugur en bæði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, hafa spilað á mörgum mönnum í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Aftureldingar hafa eflaust legið á bæn undanfarna daga og vonast til að Jóhann Gunnar Einarsson verði klár í slaginn fyrir úrslitaeinvígið en þessi öflugi leikmaður meiddist á öxl í öðrum leiknum gegn ÍR. Af þeim sökum missti hann af öllum leik þrjú og langstærstum hluta af fimmta leiknum. Hann lék þó með í fjórða leiknum sem Afturelding vann og tryggði sér það með oddaleik á heimavelli.Örvhentu skytturnar mikilvægar „Það hefur mikil áhrif á leik Aftureldingar ef hann er ekki með,“ sagði Guðlaugur um Jóhann, sem er í algjöru lykilhlutverki í sóknarleik Mosfellinga, auk þess sem hann býr yfir mikilli reynslu. „Það sýnir samt styrk liðsins að það fór í gegnum ÍR án Jóhanns. Ungu strákarnir þeirra hafa styrkst mikið í vetur,“ bætti Guðlaugur við. Önnur örvhent skytta, Árni Steinn Steinþórsson, vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir erfiðan vetur. Árni stimplaði sig rækilega inn í átta-liða úrslitunum gegn FH, þar sem hann skoraði 18 mörk í tveimur leikjum, en sóknarleikur Hauka er allt annar og betri þegar Selfyssingurinn nær sér á strik. „Árni er búinn að vera frábær í úrslitakeppninni og sýndi loksins sitt rétta andlit. Það breytir Haukaliðinu ef hann er heitur, því þá eru þeir með skotógn báðum megin fyrir utan. Fyrir vikið verður sóknarleikurinn hættulegri,“ sagði Guðlaugur, sem hefur einnig hrifist af frammistöðu hins tvítuga Janusar Daða Smárasonar sem skorar og leggur upp mörk jöfnum höndum.Haukar líklegir í kvöld Guðlaugur segir að heimavallarrétturinn gæti skipt sköpum en frábær stemning hefur verið á leikjum Aftureldingar í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að Mosfellingar séu með heimavallarréttinn spáir Guðlaugur Haukum sigri í kvöld. „Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn og taki frumkvæðið í einvíginu. Þá mun reyna mikið á Aftureldingu,“ sagði Guðlaugur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 30-29. 26. apríl 2015 19:15 Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari Þjálfari Aftureldingar verður án eins síns besta leikmanns í leiknum gegn ÍR í dag. 23. apríl 2015 13:30 Þessi þjáning er yndisleg Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. "Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. 21. apríl 2015 07:45 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Afturelding og Haukar hefja leik í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í N1-höllinni í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.30. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Fram, til að rýna í úrslitarimmuna.Hvernig fer hléið með liðin? „Haukarnir hafa verið ofboðslega sannfærandi í úrslitakeppninni en það er spurning hvernig þetta langa hlé fer með þá, hvort þeir nái að halda dampi eða ekki. Það hefði verið best fyrir þá ef úrslitin hefðu byrjað sem fyrst eftir undanúrslitin,“ sagði Guðlaugur, en tvær vikur eru síðan Haukar spiluðu síðast á meðan Mosfellingar léku oddaleik við ÍR 26. apríl sem þeir unnu á ævintýralegan hátt. „Fyrsti leikur gæti einkennst af því að liðin eru að koma úr löngu fríi. En þetta verður hörkurimma og allir leikirnir verða spennandi. Bæði lið spila sterka vörn, eru með góða markmenn og búa yfir mikilli breidd sem þjálfararnir hafa nýtt vel. Þetta eru sennilega þau lið sem eru með mestu breiddina í deildinni,“ sagði Guðlaugur en bæði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, hafa spilað á mörgum mönnum í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Aftureldingar hafa eflaust legið á bæn undanfarna daga og vonast til að Jóhann Gunnar Einarsson verði klár í slaginn fyrir úrslitaeinvígið en þessi öflugi leikmaður meiddist á öxl í öðrum leiknum gegn ÍR. Af þeim sökum missti hann af öllum leik þrjú og langstærstum hluta af fimmta leiknum. Hann lék þó með í fjórða leiknum sem Afturelding vann og tryggði sér það með oddaleik á heimavelli.Örvhentu skytturnar mikilvægar „Það hefur mikil áhrif á leik Aftureldingar ef hann er ekki með,“ sagði Guðlaugur um Jóhann, sem er í algjöru lykilhlutverki í sóknarleik Mosfellinga, auk þess sem hann býr yfir mikilli reynslu. „Það sýnir samt styrk liðsins að það fór í gegnum ÍR án Jóhanns. Ungu strákarnir þeirra hafa styrkst mikið í vetur,“ bætti Guðlaugur við. Önnur örvhent skytta, Árni Steinn Steinþórsson, vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir erfiðan vetur. Árni stimplaði sig rækilega inn í átta-liða úrslitunum gegn FH, þar sem hann skoraði 18 mörk í tveimur leikjum, en sóknarleikur Hauka er allt annar og betri þegar Selfyssingurinn nær sér á strik. „Árni er búinn að vera frábær í úrslitakeppninni og sýndi loksins sitt rétta andlit. Það breytir Haukaliðinu ef hann er heitur, því þá eru þeir með skotógn báðum megin fyrir utan. Fyrir vikið verður sóknarleikurinn hættulegri,“ sagði Guðlaugur, sem hefur einnig hrifist af frammistöðu hins tvítuga Janusar Daða Smárasonar sem skorar og leggur upp mörk jöfnum höndum.Haukar líklegir í kvöld Guðlaugur segir að heimavallarrétturinn gæti skipt sköpum en frábær stemning hefur verið á leikjum Aftureldingar í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að Mosfellingar séu með heimavallarréttinn spáir Guðlaugur Haukum sigri í kvöld. „Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn og taki frumkvæðið í einvíginu. Þá mun reyna mikið á Aftureldingu,“ sagði Guðlaugur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 30-29. 26. apríl 2015 19:15 Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari Þjálfari Aftureldingar verður án eins síns besta leikmanns í leiknum gegn ÍR í dag. 23. apríl 2015 13:30 Þessi þjáning er yndisleg Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. "Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. 21. apríl 2015 07:45 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. 18. apríl 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 30-29. 26. apríl 2015 19:15
Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari Þjálfari Aftureldingar verður án eins síns besta leikmanns í leiknum gegn ÍR í dag. 23. apríl 2015 13:30
Þessi þjáning er yndisleg Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. "Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. 21. apríl 2015 07:45