Sigrún Sjöfn samdi við Grindavíkurliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2015 18:41 Lórenz Óli Ólason, formaður Kkd. UMFG og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir handsala samninginn Mynd/Fésbókarsíða Grindavíkur Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að spila með Grindavík í Domino‘ s deild kvenna í kröfubolta í vetur en Grindvíkingar tilkynntu um þetta á fésbókarsíðu sinni í kvöld. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkir fyrir Grindavíkurliðið sem er nú ekki árennilegt enda hafa margir sterkir leikmenn gengið til liðs við liðið í haust. Sigrún Sjöfn hefur verið í hópi bestu körfuboltakvenna síðustu ár og fastamaður í íslenska landsliðinu en í fyrravetur lék hún með sænska liðinu Norrköping. Sigrún var ekki áfram hjá sænska liðinu og hefur í haust spilað með uppeldisfélagi sínu Skallagrími. Sigrún var meðal annars með 31,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Borgarnesliðsins í 1. deildinni. „Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks," segir á fésbókarsíðu Grindavíkur sem og á heimasíðu Grindavíkur. Sigrún Sjöfn er 27 ára gömul en hún steig sín fyrstu spor með Haukum í efstu deild en hefur einnig spilað með Hamar og KR í efstu deild. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Haukum og spilaði einnig til úrslita um titilinn sem leikmaður Hamars og KR. Grindavík vann stórsigur á Haukum í fyrsta leik sínum í Domino´s deildinni þrátt fyrir að leika án nokkurra lykilmanna og koma Sigrúnar þýðir að Grindavík ætlar sér að berjast um titlana í kvennakörfunni í vetur. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að spila með Grindavík í Domino‘ s deild kvenna í kröfubolta í vetur en Grindvíkingar tilkynntu um þetta á fésbókarsíðu sinni í kvöld. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkir fyrir Grindavíkurliðið sem er nú ekki árennilegt enda hafa margir sterkir leikmenn gengið til liðs við liðið í haust. Sigrún Sjöfn hefur verið í hópi bestu körfuboltakvenna síðustu ár og fastamaður í íslenska landsliðinu en í fyrravetur lék hún með sænska liðinu Norrköping. Sigrún var ekki áfram hjá sænska liðinu og hefur í haust spilað með uppeldisfélagi sínu Skallagrími. Sigrún var meðal annars með 31,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Borgarnesliðsins í 1. deildinni. „Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks," segir á fésbókarsíðu Grindavíkur sem og á heimasíðu Grindavíkur. Sigrún Sjöfn er 27 ára gömul en hún steig sín fyrstu spor með Haukum í efstu deild en hefur einnig spilað með Hamar og KR í efstu deild. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Haukum og spilaði einnig til úrslita um titilinn sem leikmaður Hamars og KR. Grindavík vann stórsigur á Haukum í fyrsta leik sínum í Domino´s deildinni þrátt fyrir að leika án nokkurra lykilmanna og koma Sigrúnar þýðir að Grindavík ætlar sér að berjast um titlana í kvennakörfunni í vetur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga