Grunaður um morð á Akranesi: Játaði að hafa hert að hálsi hins látna Bjarki Ármannsson skrifar 19. október 2015 17:36 Hinn grunaði var handtekinn á strætóbiðstöð eftir að hafa yfirgefið vettvanginn. Vísir/GVA 36 ára karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana á Akranesi þann 2. október síðastliðinn játaði við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa hert að hálsi mannsins, bæði með berum höndum og með reim. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir hinum grunaða, sem Hæstiréttur staðfesti í dag. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi til 11. nóvember næstkomandi.Reimi fannst í frystikistu í íbúðinni Játningin kemur heim og saman við lýsingu vitnis á vettvangi sem hringdi í Neyðarlínuna. Vitnið sagðist hafa heyrt mennina rífast í íbúðinni þangað sem lögregla var kölluð og séð hinn kærða bregða reim um háls mannsins og herða að.Líkt og áður hefur verið greint frá, yfirgaf hinn grunaði íbúðina á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Sá lést af völdum áverkanna á Landspítalanum í Fossvogi fimm dögum síðar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð skömmu eftir að fórnarlambið var flutt á sjúkrahús, áberandi ölvaður. Lögregla hafði fyrr þann sama dag haft afskipti af manninum vegna ölvunaróláta. Þá hafði hann verið klæddur í sömu föt og við handtökuna utan þess sem að í fyrra skiptið hafði hvítleit reim verið í peysu hans. Sú reim fannst í frystikistu í eldhúsi íbúðarinnar ásamt hvítu, blóðugu belti með svörtu mynstri. Maðurinn neitaði sök við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu og sagðist telja sig hafa verið að reyna að bjarga lífi mannsins. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43 Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Neitaði sök við skýrslustöku og taldi sig hafa verið að bjarga lífi fórnarlambsins. 9. október 2015 15:25 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
36 ára karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana á Akranesi þann 2. október síðastliðinn játaði við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa hert að hálsi mannsins, bæði með berum höndum og með reim. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir hinum grunaða, sem Hæstiréttur staðfesti í dag. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi til 11. nóvember næstkomandi.Reimi fannst í frystikistu í íbúðinni Játningin kemur heim og saman við lýsingu vitnis á vettvangi sem hringdi í Neyðarlínuna. Vitnið sagðist hafa heyrt mennina rífast í íbúðinni þangað sem lögregla var kölluð og séð hinn kærða bregða reim um háls mannsins og herða að.Líkt og áður hefur verið greint frá, yfirgaf hinn grunaði íbúðina á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Sá lést af völdum áverkanna á Landspítalanum í Fossvogi fimm dögum síðar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð skömmu eftir að fórnarlambið var flutt á sjúkrahús, áberandi ölvaður. Lögregla hafði fyrr þann sama dag haft afskipti af manninum vegna ölvunaróláta. Þá hafði hann verið klæddur í sömu föt og við handtökuna utan þess sem að í fyrra skiptið hafði hvítleit reim verið í peysu hans. Sú reim fannst í frystikistu í eldhúsi íbúðarinnar ásamt hvítu, blóðugu belti með svörtu mynstri. Maðurinn neitaði sök við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu og sagðist telja sig hafa verið að reyna að bjarga lífi mannsins.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43 Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Neitaði sök við skýrslustöku og taldi sig hafa verið að bjarga lífi fórnarlambsins. 9. október 2015 15:25 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00
Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43
Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Neitaði sök við skýrslustöku og taldi sig hafa verið að bjarga lífi fórnarlambsins. 9. október 2015 15:25