Ég er líka brjáluð! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum!
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar