Íslendingar áfram með æði fyrir iPhonesímum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 08:00 Rose Gold liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. nordicphotos/getty Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland. Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland.
Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira