Yfir nóttina var flóttafólkinu öllu komið undir þak.
„Við erum með stóran sérútbúinn gám út á dekki og konurnar og börnin voru í honum. Síðan var þyrluskýlið smekkfullt af fólki og síðan komum við restinni af fólkinu undir þyrlupall á afturþiljum, þannig að það voru allir inni yfir nóttina,“ segir Halldór. „Ég held ég megi segja að við hefðum ekki getað tekið mikið fleiri. Ég held að þetta sé algert hámark.
Áhöfn Týs fékk svo kærkomna hvíld efir atburði gærdagsins.
„Við vorum langt fram á kvöld að ganga frá eftir þetta. Þrífa skipið og koma öllu í samt lag aftur. Það tekur á að taka svona mikið af fólki um borð, 320 manns og við erum einungis 18 hérna um borð. Það voru margir orðnir frekar svefnlitlir þannig að við fengum góða hvíld í nótt,“ segir Halldór.


