Enski boltinn

Steindautt jafntefli á Turf Moor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Eriksen á ferðinni í leiknum í dag.
Christian Eriksen á ferðinni í leiknum í dag. Vísir/Getty
Burnley og Tottenham gerðu markalaust jafntefli á Turf Moor í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var lítið fyrir augað og hvorugt liðið var í raun líklegt til þess að skora. Tottenham-menn voru meira með boltann en Harry Kane og félagar í framlínunni komust lítt áleiðis gegn varnarmönnum Burnley.

Stigið skilaði Tottenham upp fyrir Southampton í 6. sæti deildarinnar. Liðið er nú sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.

Burnley er hins vegar í 18. sæti með 26 stig, jafnmörg og Sunderland, sem er í sætinu fyrir ofan, en verri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×