Garðar: Vil ná leik með syni mínum áður en ég hætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2015 09:30 Garðar Gunnlaugsson verður í lykilhlutverki í Pepsi-deild karla með nýliðum ÍA. Hann er margreyndur sóknarmaður og raðaði inn mörkunum í 1. deildinni síðasta sumar. Hann segir að markmið sumarsins hjá ÍA sé einfalt og skýrt. „Við þurfum að sanna okkur aftur, fyrst og fremst. Við áttum nokkur góð ár þegar við komum fyrst upp en svo var 2013 alveg hræðilegt ár hjá okkur,“ sagði Garðar en ÍA endaði þá neðst í Pepsi-deildinni með aðeins ellefu stig. „Við þurfum að sýna að við eigum heima hérna,“ bætti hann við en viðtalið má sjá í heild sinni efst í fréttinni.Vill ekki fara úr húsi þegar illa gengur Garðar segir að Skagamenn hafi náð að þjappa sér vel saman á undirbúningstímabilinu og bætir við að helsti styrkleiki liðsins sé liðsheildin. „Hryggjarstykkið er í lagi hjá okkur. Við erum með sterka menn frammi og Manna [Ármann Smára Björnsson] og Árna Snæ [Ólafsson] í markinu.“ Hann segir að það sé mikill áhugi á liðinu í bænum. „Sem er gott. Maður vill helst ekki fara úr húsi þegar illa gengur,“ segir hann og hlær. Garðar hlær þegar hann er spurður hvort að hann og Arsenij Buinickij séu hin íslensk-litháíska útgáfa af Dwight Yorke og Andy Cole, sem gerðu það gott hjá Manchester United á sínum tíma. „Það gæti verið. Við náum vel innan vallar sem utan. Hann er skemmtilegur strákur sem hefur gríðarlega hæfileika. Hann hefur komið manni skemmtilega á óvart.“Lenti á vegg í meistaraflokki Garðar er fæddur og uppalinn Skagamaður og var hluti af síðasta meistaraliði ÍA, liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 2001. En það var ekki fyrr en að hann fór Val árið 2004 að hann byrjaði að skora mikið af mörkum og opnaði það leiðina fyrir hann út í atvinnumennsku. „Ég skoraði mikið í yngri flokkunum en lenti svo á vegg þegar ég kom upp í meistaraflokk. Sjálfstraustið dvínaði og þá hætti maður að skora.“ „Ég breytti til en það gekk samt ekki vel á fyrsta árinu mínu hjá Val. Svo tók Willum við og bæði hann og stjórnin höfðu mikla trú á mér. Sigurbjörn Hreiðarsson og Gummi Ben komu líka og hjálpuðu til og þannig byrjaði það.“Vildi sanna mig upp á nýtt Hann segist ekki hafa séð eftir því að hafa komið aftur heim í ÍA, þó svo að honum hafi boðist að fara aftur í atvinnumennsku. „Það er betra fyrir börnin mín að vera hér og því vildi ég vera á Íslandi, fremur en að vera leikmaður sem flakkar mikið á milli liða og landa.“ „Það gekk á ýmsu árið 2013 vegna meiðsla en í fyrra náði ég bæði öllu undirbúningstímabilinu sem og tímabilinu sjálfu. Það skiptir öllu máli,“ sagði Garðar sem skoraði nítján mörk í 21 leik í 1. deildinni í fyrra. „Aðalatriðið í fyrra var að sanna fyrir sjálfum mér að ég gat enn skorað. Ég vildi sýna það inni á vellinum fremur en að tala út um það - fyrir utan kannski stöku „status“ á Facebook.“Hef ekki áhyggjur af Arnari Hann segist njóta þess að vera til í dag og hefur gaman að því að spila fótbolta. „Ég hef enn gaman að því og vil því spila eins lengi og ég get. Ég hef sett mér það markmið að ná leik með syni mínum sem er tíu ára. Ég reyni að duga alla vega þar til að hann byrjar að spila í meistaraflokki.“ Bróðir Garðars, Arnar, verður einn sérfræðinganna í Pepsi-deildinni í sumar. Garðar hefur ekki áhyggjur af því. „Hann er mjög sanngjarn og ég býst alveg við að fá að heyra það þó svo að ég sé bróðir hans. En ég er líka töluvert stærri hann og get tekið aðeins í hann - þó hann taki mig í bekk.“Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Kantmaðurinn ungi hefur æft einn í Reykjavík í allan vetur og getur ekki beðið eftir því að flytja til Eyja. 21. apríl 2015 09:30 Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson verður í lykilhlutverki í Pepsi-deild karla með nýliðum ÍA. Hann er margreyndur sóknarmaður og raðaði inn mörkunum í 1. deildinni síðasta sumar. Hann segir að markmið sumarsins hjá ÍA sé einfalt og skýrt. „Við þurfum að sanna okkur aftur, fyrst og fremst. Við áttum nokkur góð ár þegar við komum fyrst upp en svo var 2013 alveg hræðilegt ár hjá okkur,“ sagði Garðar en ÍA endaði þá neðst í Pepsi-deildinni með aðeins ellefu stig. „Við þurfum að sýna að við eigum heima hérna,“ bætti hann við en viðtalið má sjá í heild sinni efst í fréttinni.Vill ekki fara úr húsi þegar illa gengur Garðar segir að Skagamenn hafi náð að þjappa sér vel saman á undirbúningstímabilinu og bætir við að helsti styrkleiki liðsins sé liðsheildin. „Hryggjarstykkið er í lagi hjá okkur. Við erum með sterka menn frammi og Manna [Ármann Smára Björnsson] og Árna Snæ [Ólafsson] í markinu.“ Hann segir að það sé mikill áhugi á liðinu í bænum. „Sem er gott. Maður vill helst ekki fara úr húsi þegar illa gengur,“ segir hann og hlær. Garðar hlær þegar hann er spurður hvort að hann og Arsenij Buinickij séu hin íslensk-litháíska útgáfa af Dwight Yorke og Andy Cole, sem gerðu það gott hjá Manchester United á sínum tíma. „Það gæti verið. Við náum vel innan vallar sem utan. Hann er skemmtilegur strákur sem hefur gríðarlega hæfileika. Hann hefur komið manni skemmtilega á óvart.“Lenti á vegg í meistaraflokki Garðar er fæddur og uppalinn Skagamaður og var hluti af síðasta meistaraliði ÍA, liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 2001. En það var ekki fyrr en að hann fór Val árið 2004 að hann byrjaði að skora mikið af mörkum og opnaði það leiðina fyrir hann út í atvinnumennsku. „Ég skoraði mikið í yngri flokkunum en lenti svo á vegg þegar ég kom upp í meistaraflokk. Sjálfstraustið dvínaði og þá hætti maður að skora.“ „Ég breytti til en það gekk samt ekki vel á fyrsta árinu mínu hjá Val. Svo tók Willum við og bæði hann og stjórnin höfðu mikla trú á mér. Sigurbjörn Hreiðarsson og Gummi Ben komu líka og hjálpuðu til og þannig byrjaði það.“Vildi sanna mig upp á nýtt Hann segist ekki hafa séð eftir því að hafa komið aftur heim í ÍA, þó svo að honum hafi boðist að fara aftur í atvinnumennsku. „Það er betra fyrir börnin mín að vera hér og því vildi ég vera á Íslandi, fremur en að vera leikmaður sem flakkar mikið á milli liða og landa.“ „Það gekk á ýmsu árið 2013 vegna meiðsla en í fyrra náði ég bæði öllu undirbúningstímabilinu sem og tímabilinu sjálfu. Það skiptir öllu máli,“ sagði Garðar sem skoraði nítján mörk í 21 leik í 1. deildinni í fyrra. „Aðalatriðið í fyrra var að sanna fyrir sjálfum mér að ég gat enn skorað. Ég vildi sýna það inni á vellinum fremur en að tala út um það - fyrir utan kannski stöku „status“ á Facebook.“Hef ekki áhyggjur af Arnari Hann segist njóta þess að vera til í dag og hefur gaman að því að spila fótbolta. „Ég hef enn gaman að því og vil því spila eins lengi og ég get. Ég hef sett mér það markmið að ná leik með syni mínum sem er tíu ára. Ég reyni að duga alla vega þar til að hann byrjar að spila í meistaraflokki.“ Bróðir Garðars, Arnar, verður einn sérfræðinganna í Pepsi-deildinni í sumar. Garðar hefur ekki áhyggjur af því. „Hann er mjög sanngjarn og ég býst alveg við að fá að heyra það þó svo að ég sé bróðir hans. En ég er líka töluvert stærri hann og get tekið aðeins í hann - þó hann taki mig í bekk.“Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Kantmaðurinn ungi hefur æft einn í Reykjavík í allan vetur og getur ekki beðið eftir því að flytja til Eyja. 21. apríl 2015 09:30 Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Kantmaðurinn ungi hefur æft einn í Reykjavík í allan vetur og getur ekki beðið eftir því að flytja til Eyja. 21. apríl 2015 09:30
Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30