Tónlist

Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér lagið Ferðabæn. Ólafur syngur eigið lag sjálfur en það er við Ferðabæn langömmu hans, Önnu Guðmundsdóttur (1873-1956).

Undirspil er ekki af amalegri endanum en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik eftir forskrift Ólafs.

Ólafur er alls ekki ókunnur tónlistinni en hann sendi meðal annars frá sér lag í undankeppni Eurovision árið 2014. Lagið hét Fjallkonan og var sungið af Páli Rósinkranz. Lagið komst þó ekki í lokakeppnina og leyfði Ólafur sér að efast um að dómnefndin hefði hlustað á lagið

Að ofan má heyra nýja lagið Ferðabæn og að neðan Fjallkonuna með Páli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.