Ísing gæti myndast þar sem vegir eru blautir en það kólnar og fyrstir með kvöldinu. Útlit er fyrir slyddu og él um landið sunnan- og vestanvert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig að skafrenningur verði víða á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu og blint á köflum.
Hálku og hálkublettir eru á Suður- og Suðvesturlandi en greiðfært er á Reykjanesbraut og Kjalarnesi. Þá er hálka eða hálkublettir mjög víða á Vesturlandi og Vestfjörðum en snjóþekja og él á Fróðárheiði, Svínadal og Þröskuldum.
Þá er líka hálka og hálkublettir á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en öllu meiri hálka á útvegum og á Norðurlandi eystra. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði en þó fært.Hálka er svo á flestum vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir nokkuð víða með suðausturströndinni.
