Innlent

Þingnefnd ræðir niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns

ingvar haraldsson skrifar
Nokkrar tafir hafa orðið á að niðurstöðu í frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu og Stefáns Eiríkssonar.
Nokkrar tafir hafa orðið á að niðurstöðu í frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu og Stefáns Eiríkssonar.
Boðað hefur verið til fundar klukkan átta í fyrramálið í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem ræða á hvernig nefndin muni bregðast við frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í samtali við Vísi í kvöld að búist hafi verið við niðurstöðu umboðsmanns fyrir vikulokin. „Við efnum til fundarins af því við erum heldur að búast við því að þetta komi á morgun,“  sagði Ögmundur en bætti þó að það væri ekki alveg öruggt.

Ögmundur á von á að haldinn verði opin fundur í nefndinni eftir að niðurstöður frumkvæðisathugunarinnar liggja fyrir þar sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, verði kallaður fyrir nefndina.  Engar tímasetningar hafi verið ákveðnar í þeim efnum. Ögmundur segir að nefndinni bíði það verkefni að útfæra fyrirkomulag fundarins nánar.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður fékk nýja ábendingu vegna lekamálsins

Umboðsmaður Alþingis hefur frestað birtingu niðurstöðu athugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Lokaniðurstaða er í lokavinnslu

Umboðsmaður Alþingis lýkur á næstu dögum frumkvæðisathugun sinni á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×