Japan skoðar allar leiðir til að ná gíslunum úr haldi ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2015 18:05 Yoshihide Suga, talsmaður stjórnvalda í Japan. Vísir/AFP Yoshihide Suga, talsmaður stjórnvalda í Japan, segir þá skoða allar leiðir til að ná þeim Kenji Goto og Haruna Yukawa úr haldi Íslamska ríkisins. Japanir hafa þó ekki náð neinn hjá Íslamska ríkinu, en tveir japanskir ríkisborgarar sem þekkja til á svæðinu hafa boðist til að semja við ISIS. Þá hafa Japanir ekki fengið nein skilaboð frá Íslamska ríkinu.Sjá einnig: „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“. Íslamska ríkið birti á aðfararnótt þriðjudags myndband af Goto og Yukawa á hnjánum fyrir framan böðul ISIS, sem þekktur er sem Jihadi John. Hann sagði að ef Japan borgaði ISIS ekki 200 milljónir dala, eða um 26,4 milljarða króna, yrðu mennirnir teknir af lífi eftir 72 klukkustundir. Að óbreyttu rennur frestur ISIS út í nótt.Sjá einnig: Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS. Ko Nakata, sem er sérfræðingur um íslömsk lög, og prófessor í Kyoto, hefur sagt blaðamönnum að hann geti komist í samband við Íslamska ríkið. Hann hefur boðist til að reyna að semja um lausn gíslanna. Blaðamaðurinn Kosuke Tsuneoka, sem var í haldi hryðjuverkamanna í Afganistan árið 2010 hefur einnig boðið fram hjálp sína. 72 klukkutímar eru of lítill tími og ég er tilbúinn til að fara og semja um lausn þeirra,“ sagði Nakata við blaðamenn. Hann bað um að ISIS myndi ekki taka Goto og Yukawa af lífi og það að sleppa þeim úr haldi myndi bæta ímynd samtakanna. Aðspurður hvort að stjórnvöld væru tilbúin til að taka boði mannanna sagði Suga að allar mögulegar leiðir væru skoðaðar. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 Abe heitir því að frelsa gíslana Forsætisráðherra Japans segist staðráðinn í að frelsa japönsku gíslana tvo sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa hótað að drepa, fái þeir ekki jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna í lausnargjald. 21. janúar 2015 07:15 „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Annar gíslanna frá Japan, sem ISIS er með í haldi, er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. 20. janúar 2015 11:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Yoshihide Suga, talsmaður stjórnvalda í Japan, segir þá skoða allar leiðir til að ná þeim Kenji Goto og Haruna Yukawa úr haldi Íslamska ríkisins. Japanir hafa þó ekki náð neinn hjá Íslamska ríkinu, en tveir japanskir ríkisborgarar sem þekkja til á svæðinu hafa boðist til að semja við ISIS. Þá hafa Japanir ekki fengið nein skilaboð frá Íslamska ríkinu.Sjá einnig: „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“. Íslamska ríkið birti á aðfararnótt þriðjudags myndband af Goto og Yukawa á hnjánum fyrir framan böðul ISIS, sem þekktur er sem Jihadi John. Hann sagði að ef Japan borgaði ISIS ekki 200 milljónir dala, eða um 26,4 milljarða króna, yrðu mennirnir teknir af lífi eftir 72 klukkustundir. Að óbreyttu rennur frestur ISIS út í nótt.Sjá einnig: Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS. Ko Nakata, sem er sérfræðingur um íslömsk lög, og prófessor í Kyoto, hefur sagt blaðamönnum að hann geti komist í samband við Íslamska ríkið. Hann hefur boðist til að reyna að semja um lausn gíslanna. Blaðamaðurinn Kosuke Tsuneoka, sem var í haldi hryðjuverkamanna í Afganistan árið 2010 hefur einnig boðið fram hjálp sína. 72 klukkutímar eru of lítill tími og ég er tilbúinn til að fara og semja um lausn þeirra,“ sagði Nakata við blaðamenn. Hann bað um að ISIS myndi ekki taka Goto og Yukawa af lífi og það að sleppa þeim úr haldi myndi bæta ímynd samtakanna. Aðspurður hvort að stjórnvöld væru tilbúin til að taka boði mannanna sagði Suga að allar mögulegar leiðir væru skoðaðar.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 Abe heitir því að frelsa gíslana Forsætisráðherra Japans segist staðráðinn í að frelsa japönsku gíslana tvo sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa hótað að drepa, fái þeir ekki jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna í lausnargjald. 21. janúar 2015 07:15 „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Annar gíslanna frá Japan, sem ISIS er með í haldi, er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. 20. janúar 2015 11:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37
Abe heitir því að frelsa gíslana Forsætisráðherra Japans segist staðráðinn í að frelsa japönsku gíslana tvo sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa hótað að drepa, fái þeir ekki jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna í lausnargjald. 21. janúar 2015 07:15
„Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Annar gíslanna frá Japan, sem ISIS er með í haldi, er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. 20. janúar 2015 11:30