Endurkoma hysteríunnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir og Gunný Ísis Magnúsdóttir skrifa 22. janúar 2015 07:00 Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæðan var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauðsynlegt að komið verði á fót greiningarmiðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska meðferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkjum við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er valdefling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefðbundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: retraumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt persónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við ferskustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og vanvirðing við þær konur sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvatinn að greinarskrifum okkar um valdeflingu kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Rótin var stofnuð sem vettvangur fyrir konur til að þrýsta á um bætta þekkingu á fíknivanda og meðferð við honum. Ástæðan var ekki síst sú staðreynd að mjög hátt hlutfall kvenna, sem glíma við þennan vanda, hefur verið beitt ofbeldi, orðið fyrir áföllum eða á við geðrænan vanda að stríða samhliða fíkninni. Við teljum nauðsynlegt að komið verði á fót greiningarmiðstöð þar sem vandi einstaklinga er greindur á heildstæðan hátt svo hægt sé að haga meðferðinni í samræmi við þarfir hvers og eins. Hluti af því er að bjóða upp á sérstaka kynjaskipta meðferð. Þó að Rótin hafi ekki náð tveggja ára starfsafmæli eru hátt í 300 konur í félaginu. Meðal þeirra er fjöldi kvenna sem þekkir vandann af eigin raun og hefur farið hefðbundna leið í íslenska meðferðarkerfinu, þ.e.a.s. í afvötnun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Þar fyrir utan þekkjum við sem stöndum að Rótinni ótal konur í batasamfélaginu sem hafa sagt okkur sögu sína í þeim tilgangi að hún leiði til góðs. Lykilhugtakið í okkar starfi er valdefling og ekki að ástæðulausu. Meðferð þarf að taka mið af fjölþættum vanda og sögu kvenna. Það þarf að hlusta á þær og taka mark á orðum þeirra. Hefðbundin meðferð sem ekki tekur þetta til greina getur aukið á vanda þeirra (e.: retraumatisation). Það er þyngra en tárum taki hve margar konur hafa ekki fundið leið til bata með þeim aðferðum sem nú eru í boði og allt of margar ekki séð aðra leið en að svipta sig lífi. Meðferð sem gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn horfi þröngum augum á fíknina án þess að skoða heildarmyndina, þar sem ætlast er til að hann gefi frá sér allt persónulegt vald og setji allt sitt traust á æðri mátt, hvort sem það er guð, hópurinn eða læknirinn, er ekki í samræmi við ferskustu strauma innan heilbrigðisvísindanna þar sem valdeflingu sjúklinga er gert hátt undir höfði. Það að halda því fram að áföll flækist fyrir, að konur viti ekki hvað er þeim fyrir bestu, að þær beri fyrir sig þunglyndi eða aðra erfiðleika er forræðishyggja og vanvirðing við þær konur sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnavanda. Slíkar áherslur mátti því miður lesa í nýlegu fréttablaði SÁÁ en blaðið er hvatinn að greinarskrifum okkar um valdeflingu kvenna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar