Lífið

Nýtt myndband Emmsjé Gauta: "Samansafn síðustu fjögurra ára hjá mér“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gauti í fallhlífarstökki
Gauti í fallhlífarstökki mynd/úr myndbandinu
„Þetta er lag af plötunni minni sem kom út í fyrra,“ segir Gauti Þeyr Másson sem þekktari er undir listamannsnafninu Emmsjé Gauti. Fyrir skemmstu kom út frá honum tónlistarmyndband við lagið Ég geri það sem ég vil. „Þetta átti að vera smáskífa en það fór aðeins fyrir neðan garð.“

Um tilurð myndbandsins segir hann að hann hafi verið að gramsa í gegnum möppur í tölvunni sinni og byrjað að fikta með það. Afraksturinn varð þetta myndband.

„Þetta eru klippur úr persónulegum ferðum frá mér og líka klippur sem fólk hefur tekið upp á tónleikum og sent á mig. Satt best að segja eru þetta klippur úr öllum áttum frá síðustu fjórum árum í lífi mínu.“

Eins og áður segir heitir lagið Ég geri það sem ég vil en þar er skýr vísun í lag Skyttnanna sem ber sama titil. Í viðlaginu má einnig finna hljóðbrot úr lagi Skyttnanna.

„Það var allt gert með þeirra leyfi. Ég heyrði í þeim og spjallaði við þá um það og þeir voru til í þetta.“

Á morgun byrja Emmsjé Gauti og Friðrik Dór síðan upptökur á myndbandi við lag sem er væntanlegt frá þeim félögum. „Þetta var smá millibils myndband fyrir það myndband en engu síðra fyrir það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.