Kolding á erfitt verkefni fyrir höndum en dönsku meistararnir, sem Aron Kristjánsson stýrir, þurfa að vinna upp fimm marka forskot Zagreb frá því í fyrri leiknum.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Bröndby-höllinni og tók meðfylgjandi myndir af Ólafi í upphituninni fyrir kveðjuleikinn.
Um 15 mínútur eru liðnar af leiknum. Kolding leiðir með einu marki, 6-5.


