Innlent

BHM áfrýjar og óskar eftir flýtimeðferð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM í héraðsdómi í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM í héraðsdómi í dag. vísir/ernir
Bandalag háskólamanna hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðin var upp í dag til Hæstaréttar. Með því vonast félagsmenn BHM að Hæstiréttur standi vörð um stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til samnings- og verkfallsréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þá hefur félagið óskað eftir flýtimeðferð í Hæstarétti.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að ríkinu hefði verið heimilt að setja lög á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM í júní síðastliðnum. Hvorki væri séð að ákvæði mannréttindasáttmálans eða alþjóðasamningar útilokuðu að löggjafanum gæti verið rétt að grípa inn í einstaka vinnudeilur með lagasetningu né að löggjöfanum væri óheimilt að leggja tímabundið bann við einstaka vinnustöðvunum, að því er segir í dómsorðunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×