Viðskipti innlent

Sómi kaupir Þykkvabæjar

Ingvar Haraldsson skrifar
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hefur verið í söluferli frá því í apríl.
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hefur verið í söluferli frá því í apríl.
Sómi hefur fest kaup á Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. með þeim fyrirvara að Samkeppniseftirlitið heimili kaupin. „Það hefur verið skrifað undir kaupsamning en beðið er eftir samþykki

Samkeppniseftirlits,“ segir Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri Sóma.

Alfreð á ekki von á því að gera verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins. „Ætlun okkar er að reka þetta áfram í óbreyttri mynd,“ segir hann.

Alfreð segir kaupverðið trúnaðarmál en send verði út tilkynning með nánari upplýsingum þegar kaupin verða formlega gengin í gegn.

Þykkvabæjar hafði verið í söluferli hjá KPMG frá því í vor. Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækið. Viðskiptablaðið greindi frá því að Íslensk ameríska hefði skoðað að kaupa fyrirtækið en ekkert varð úr.

Hluthafar Þykkvabæjar eru á fjórða tug. Fyrirtækið hefur sérhæft sig á síðustu árum í fullvinnslu á kartöflum til neytenda. Rúmlega tuttugu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. Hagnaður þess var 13 milljónir króna árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×