Handbolti

Elvar ekki með Aftureldingu vegna aðgerðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar í leik með Aftureldingu.
Elvar í leik með Aftureldingu. vísir/stefán
Elvar Ásgeirsson, miðjumaður Aftureldingu í Olís-deild karla, mun ekkert spila með liðinu í Olís-deildinni í vetur vegna meiðsla.

Vefsíðan fimmeinn.is greinir frá þessu, en vefsíðan greinir frá því að hann sé á leið í aðgerð vegna krossbanda kappans.

Elvar, sem er fæddur árið 1994, spilaði mjög vel á síðustu leiktíð, en hann skoraði 47 mörk í 27 deildarleikjum í fyrra.

Afturelding fór í úrslitarimmuna gegn Haukum í Olís-deildinni í fyrra, en þar beið liðið í lægri hlut; 3-0. Afutrelding vann ÍBV í undanúrslitareinvíginu á dramatískan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×