Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín.
Íslenska liðið stóð sig með mikilli prýði og stóð í einni af bestu körfuboltaþjóð heims. Þeir áttu meðal annars möguleika á að minnka muninn enn meira, en komust ekki nær.
Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því
Valgarð Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er í Berlín og tók þessar frábæru myndir sem má sjá hér að ofan.
