Fortíð og nútíð Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 5. september 2015 11:30 Bríet. Dans Reykjavík Dance Festival og Lókal Bríet Höfundur: Anna Kolfinna Kuran Flytjendur: Anna Kolfinna Kuran, Esther Talía Casey, Gígja Jónsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Vala Gestsdóttir The Drop Dead Diet Höfundar og flytjendur: Gígja Jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir Tónlist: Loji Höskuldsson Sviðsmynd og búningar: Eleni Podara Innan Reykjavík Dance Festival og Lókal þetta árið mátti finna fyrirbæri sem kallað var First. Hér var um röð verka að ræða sem sýnd voru í Smiðjunni, nemendaleikhúsi Listaháskólans, eftir unga og upprennandi sviðslistamenn. Þau verk sem hér er um fjallað voru bæði sýnd undir þessum hatti á hátíðinni og síðan sýnd í Tjarnarbíói í nokkur skipti í viðbót. Það er gleðiefni að hátíðin skuli á þennan hátt skapa rými fyrir yngri sviðslistamenn og gefa viðburðinum breidd. Það er ekki síður ánægjuefni að þessi verk og þá um leið andi hátíðarinnar skuli lifa eftir að hátíðinni lýkur. Bríet er lágstemmt og fallegt verk sem kynnir áhorfendur fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, einum okkar sterkasta frumkvöðli í jafnréttisbaráttu kvenna hér á landi. Í verkinu er persónuleg saga hennar sögð jafnframt því sem áhorfendur kynnast baráttu hennar fyrir bættum hag kvenna í íslensku samfélagi. Saga sem byggð er á bréfum, fyrirlestrum og greinum Bríetar og viðtölum við hana er túlkuð í texta og hreyfingum og nýtir Anna Kolfinna sér styrkleika beggja listgreina. En á sama tíma og verkið tvinnar saman persónulega og opinbera sögu Bríetar þá opinberar það persónulega og opinbera sögu höfundarins. Anna Kolfinna lýsir tengslum sínum við viðfangsefnið og leiðinni frá því að hugmynd fæðist og verk fer upp á svið í fjórar áhugaverðum greinum sem birtust í Kvennablaðinu. Þar lýsir hún því meðal annars að fyrir hana sé verkið ekki aðeins áhugavert því að Bríet sé áhugaverð kona heldur ekki síður vegna þess að Bríet var langalangamma hennar og með henni í verkinu sé hún í fyrsta skipti að stíga á svið með systur sinni Esther Talíu. Bríet er óður til Bríetar og baráttu hennar fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi en það er líka sönnun á að afrek hennar jafnt í einkalífi sem því opinbera hafa skilað sér. Barátta hennar og hugrekki kristallast í afrekum og hugrekki afkomenda hennar, Önnu Kolfinnu og Estherar Talíu, og ekki síður frænku þeirra, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, sem í félagi við aðrar hæfileikaríkar konur stofnaði Kvennablaðið til minningar um langömmu sína Bríeti og tók í arf nafn blaðsins sem hún ritstýrði í tæp 30 ár og margar af merkustu greinum hennar birtust í. Bríet var vel gert verk. Það hafði skýra framvindu og hélt frá upphafi til enda. Stígandinn var góður og var seinnihlutinn mun sterkari en sá fyrri. Textinn í verkinu var aðgengilegur og komst vel til skila hjá Esther Talíu. Hreyfingar voru líka vel valdar og atriðin þar sem ástum Bríetar og Valdimars mannsins hennar var lýst og þar sem konur eru hvattar til að halda ekki aftur af sér eða öðrum voru áhrifarík. Dansinn gaf textanum aukna dýpt og það var frábært að sjá þessar flottu konur standa á sviðinu og fanga athygli manns með návistinni einni saman. Röskleiki og reisn í hreyfingum sýndi vel þann kraft sem býr í konum þegar þær fá að njóta sín.Drop Dead DietÍ The Drop Dead Diet var aftur á móti fókuserað á vanmátt kvenna og stöðuga leit að viðurkenningu og fullkomnun. Guðrún Selma og Gígja köfuðu niður í heim megrunarkúra og sýndu á kómískan hátt baráttuna við aukakílóin og hvernig markaðsöflin nærast á vansæld einstaklinga. Verkið í heild gekk út á að kynna hinn fullkomna megrunarkúr. Læri voru mæld, fita var sogin burt og ræktin stunduð af kappi. Meira að segja gátu áhorfendur vitnað um árangur kúrsins. Allt var þetta gert með sigurbros á vör þó inn á milli væri beðið til Guðs um styrk til að ná góðum árangri. Þær stöllur Guðrún Selma og Gígja höfðu greinilega unnið heimavinnuna sína áður en verkið var samið og náðu á hárfínan hátt flestum klisjunum sem fylgja baráttu við aukakílóin. Búningar, dúndrandi tónlistin, lýsing og sviðsmynd, allt var þetta með til að skapa þann heim sem unnið var út frá. Ádeilan var hárbeitt en nokkuð var um endurtekningar í verkinu. Margar þeirra þjónuðu tilgangi en stundum var eins og það hefði hreinlega mátt bæta fleiri punktum inn í, af nógu er víst að taka. Frammistaða þeirra stallna á sviðnu var með ólíkindum sem og Loja sem tók þátt jafnframt því að stjórna tónlistinni á sviðinu. Niðurstaða: Bríet er heilsteypt og fallegt verk sem kemur baráttu og lífi Bríetar vel til skila á meðan The Drop Dead Diet er skemmtilegt og beinskeytt verk sem fjallar um viðfangsefni sem vert er að gefa gaum. Bæði verkin eiga skilið fjórar stjörnur sem sterk byrjendaverk. Gagnrýni Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dans Reykjavík Dance Festival og Lókal Bríet Höfundur: Anna Kolfinna Kuran Flytjendur: Anna Kolfinna Kuran, Esther Talía Casey, Gígja Jónsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Vala Gestsdóttir The Drop Dead Diet Höfundar og flytjendur: Gígja Jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir Tónlist: Loji Höskuldsson Sviðsmynd og búningar: Eleni Podara Innan Reykjavík Dance Festival og Lókal þetta árið mátti finna fyrirbæri sem kallað var First. Hér var um röð verka að ræða sem sýnd voru í Smiðjunni, nemendaleikhúsi Listaháskólans, eftir unga og upprennandi sviðslistamenn. Þau verk sem hér er um fjallað voru bæði sýnd undir þessum hatti á hátíðinni og síðan sýnd í Tjarnarbíói í nokkur skipti í viðbót. Það er gleðiefni að hátíðin skuli á þennan hátt skapa rými fyrir yngri sviðslistamenn og gefa viðburðinum breidd. Það er ekki síður ánægjuefni að þessi verk og þá um leið andi hátíðarinnar skuli lifa eftir að hátíðinni lýkur. Bríet er lágstemmt og fallegt verk sem kynnir áhorfendur fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, einum okkar sterkasta frumkvöðli í jafnréttisbaráttu kvenna hér á landi. Í verkinu er persónuleg saga hennar sögð jafnframt því sem áhorfendur kynnast baráttu hennar fyrir bættum hag kvenna í íslensku samfélagi. Saga sem byggð er á bréfum, fyrirlestrum og greinum Bríetar og viðtölum við hana er túlkuð í texta og hreyfingum og nýtir Anna Kolfinna sér styrkleika beggja listgreina. En á sama tíma og verkið tvinnar saman persónulega og opinbera sögu Bríetar þá opinberar það persónulega og opinbera sögu höfundarins. Anna Kolfinna lýsir tengslum sínum við viðfangsefnið og leiðinni frá því að hugmynd fæðist og verk fer upp á svið í fjórar áhugaverðum greinum sem birtust í Kvennablaðinu. Þar lýsir hún því meðal annars að fyrir hana sé verkið ekki aðeins áhugavert því að Bríet sé áhugaverð kona heldur ekki síður vegna þess að Bríet var langalangamma hennar og með henni í verkinu sé hún í fyrsta skipti að stíga á svið með systur sinni Esther Talíu. Bríet er óður til Bríetar og baráttu hennar fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi en það er líka sönnun á að afrek hennar jafnt í einkalífi sem því opinbera hafa skilað sér. Barátta hennar og hugrekki kristallast í afrekum og hugrekki afkomenda hennar, Önnu Kolfinnu og Estherar Talíu, og ekki síður frænku þeirra, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, sem í félagi við aðrar hæfileikaríkar konur stofnaði Kvennablaðið til minningar um langömmu sína Bríeti og tók í arf nafn blaðsins sem hún ritstýrði í tæp 30 ár og margar af merkustu greinum hennar birtust í. Bríet var vel gert verk. Það hafði skýra framvindu og hélt frá upphafi til enda. Stígandinn var góður og var seinnihlutinn mun sterkari en sá fyrri. Textinn í verkinu var aðgengilegur og komst vel til skila hjá Esther Talíu. Hreyfingar voru líka vel valdar og atriðin þar sem ástum Bríetar og Valdimars mannsins hennar var lýst og þar sem konur eru hvattar til að halda ekki aftur af sér eða öðrum voru áhrifarík. Dansinn gaf textanum aukna dýpt og það var frábært að sjá þessar flottu konur standa á sviðinu og fanga athygli manns með návistinni einni saman. Röskleiki og reisn í hreyfingum sýndi vel þann kraft sem býr í konum þegar þær fá að njóta sín.Drop Dead DietÍ The Drop Dead Diet var aftur á móti fókuserað á vanmátt kvenna og stöðuga leit að viðurkenningu og fullkomnun. Guðrún Selma og Gígja köfuðu niður í heim megrunarkúra og sýndu á kómískan hátt baráttuna við aukakílóin og hvernig markaðsöflin nærast á vansæld einstaklinga. Verkið í heild gekk út á að kynna hinn fullkomna megrunarkúr. Læri voru mæld, fita var sogin burt og ræktin stunduð af kappi. Meira að segja gátu áhorfendur vitnað um árangur kúrsins. Allt var þetta gert með sigurbros á vör þó inn á milli væri beðið til Guðs um styrk til að ná góðum árangri. Þær stöllur Guðrún Selma og Gígja höfðu greinilega unnið heimavinnuna sína áður en verkið var samið og náðu á hárfínan hátt flestum klisjunum sem fylgja baráttu við aukakílóin. Búningar, dúndrandi tónlistin, lýsing og sviðsmynd, allt var þetta með til að skapa þann heim sem unnið var út frá. Ádeilan var hárbeitt en nokkuð var um endurtekningar í verkinu. Margar þeirra þjónuðu tilgangi en stundum var eins og það hefði hreinlega mátt bæta fleiri punktum inn í, af nógu er víst að taka. Frammistaða þeirra stallna á sviðnu var með ólíkindum sem og Loja sem tók þátt jafnframt því að stjórna tónlistinni á sviðinu. Niðurstaða: Bríet er heilsteypt og fallegt verk sem kemur baráttu og lífi Bríetar vel til skila á meðan The Drop Dead Diet er skemmtilegt og beinskeytt verk sem fjallar um viðfangsefni sem vert er að gefa gaum. Bæði verkin eiga skilið fjórar stjörnur sem sterk byrjendaverk.
Gagnrýni Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira