Enski boltinn

Herrera með tvö í fimmta sigri United í röð | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney skorar annað mark United.
Rooney skorar annað mark United. Vísir/Getty
Manchester United vann sinn fimmta sigur í röð þegar liðið lagði Aston Villa að velli á Old Trafford, 3-1.

Með sigrinum komst United upp fyrir erkifjendur sína í Manchester City í 3. sæti deildarinnar. Lærisveinar Louis van Gaal eru nú með 62 stig, átta stigum meira en Liverpool í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.

United var 77% með boltann í leik dagsins en náði ekki að brjóta ísinn fyrr en á 43. mínútu þegar Ander Herrera skoraði sitt sjötta mark í vetur með skoti úr vítateignum.

Wayne Rooney tvöfaldaði forystu United með glæsilegu marki á 79. mínútu. Varamaðurinn Ángel Di María átti þá fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn á Rooney sem tók vel við boltanum og skoraði svo með frábæru skoti á lofti. Þetta var 12. deildarmark Rooney í vetur.

Christian Benteke minnkaði muninn í 2-1 mínútu síðar með skoti eftir hornspyrnu sem David De Gea hefði átt að verja.

Herrera slökkti svo vonarneista gestanna þegar hann skoraði sitt annað mark í uppbótartíma eftir sendingu frá Juan Mata.

Þrjú stig í höfn hjá United og Meistaradeildarsætið er innan seilingar hjá liðinu.

Man Utd 1-0 Aston Villa Man Utd 2-0 Aston Villa Man Utd 2-1 Aston Villa Man Utd 3-1 Aston Villa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×