Menning

Dillandi djass fyrir alla

Magnús Guðmundsson skrifar
Tónlistarmennirnir eru þekktir fyrir glæsilegan klæðaburð og líflega sviðsframkomu.
Tónlistarmennirnir eru þekktir fyrir glæsilegan klæðaburð og líflega sviðsframkomu.
Á laugardagskvöldið rekur á fjörur Reykjavíkur skemmtilega gesti en þar eru á ferð djasstónlistarmennirnir í bandinu 5000 Jazz Assassins frá Brooklyn.

Þeir ætla að troða upp á Sæmundi í sparifötunum kl. 21 og verður frítt á tónleikana og því tilvalið að skella sér á djassinn eftir alvöruþunga föstudagsins langa.

Sveitina skipa þeir Nathan Lambertson, Alex Harvey, James Monahan og Jono Waldman.

5000 Jazz Assassins spila ragtime/swing-djass með evrópsku yfirbragði og vinna þessir ungu djassistar nú hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu sem er væntanleg seinna á þessu ári.

Kapparnir eru þekktir fyrir að klæða sig mjög í stíl við tónlistina og minna tónleikar þeirra oft meira á trylltar veislur en tónleika. - mg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×