Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Sveinn Arnarsson skrifar 4. apríl 2015 08:30 Lagt er til að um eitt hundrað þessara starfa verði staðsett í Skagafirði. Vísir/Pjetur 90 störf verða flutt á Norðvesturland auk þess sem 40 ný opinber störf verða til í landshlutanum, langflest þeirra í Skagafirði, ef tillögur landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra ná fram að ganga. Nærri eitt hundrað þessara starfa verða í Skagafirði, samkvæmt tillögum nefndarinnar. Áður hefur verið greint frá tveimur liðum í skýrslu landshlutanefndarinnar í fjölmiðlum; hugsanlegum flutningi heimahafnar varðskipa Landhelgisgæslunnar til Sauðárkróks og flutningi höfuðstöðva RARIK til Skagafjarðar. Fréttablaðið hefur nú skýrslu nefndarinnar undir höndum. Í henni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann sem og hugmyndir um ný opinber störf sem geti orðið til í landshlutanum.Stefán Vagn Stefánsson var formaður nefndarinnarStefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði og formaður nefndarinnar, segir allar þær tillögur sem birtast í skýrslunni vera framkvæmanlegar. Skýrslan sé nú til meðhöndlunar í forsætisráðuneytinu og bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við vonum að sem flestar af þessum tillögum verði að veruleika. Landshlutinn hefur í langan tíma verið í mikilli varnarbaráttu. Við höfum einnig séð að verkefni hafa oft og tíðum ekki ratað til landshlutans. Það er síðan forsætisráðuneytisins að meta þær tillögur sem við komum með. Ég á svo von á því að niðurstaða fáist fljótlega.“ Auk Stefán Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Ásmundur Einar var starfsmaður Norðvesturnefndarinnar sem aðstoðarmaður forsætisráðherraVísirFram kemur í skýrslunni að markmiðið sé að efla byggð á Norðurlandi vestra. Bent er á leiðir um hvernig stuðla megi að aukinni fjárfestingu á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Erfitt er að henda reiður á kostnaði við þessar tillögur nefndarinnar. Sautján verkefni af 25 eru metin á um 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar tillögur eru almenn verkefni sem og verkefni sem fela í sér sköpun um 29 stöðugilda. Til samanburðar er nýlegur ívilnunarsamningur hins opinbera við Matorku metinn á um 425 milljónir króna. Átta tillögur nefndarinnar eru þannig að um er að ræða flutning opinberra starfa inn í landshlutann frá öðrum svæðum, að mestum hluta frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Segir í inngangi skýrslunnar að erfitt sé að meta kostnað við þær. Kostnaður myndi að öllum líkindum aðeins falla til við flutning starfanna en eftir það ætti árlegur kostnaður að vera svipaður og áður. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
90 störf verða flutt á Norðvesturland auk þess sem 40 ný opinber störf verða til í landshlutanum, langflest þeirra í Skagafirði, ef tillögur landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra ná fram að ganga. Nærri eitt hundrað þessara starfa verða í Skagafirði, samkvæmt tillögum nefndarinnar. Áður hefur verið greint frá tveimur liðum í skýrslu landshlutanefndarinnar í fjölmiðlum; hugsanlegum flutningi heimahafnar varðskipa Landhelgisgæslunnar til Sauðárkróks og flutningi höfuðstöðva RARIK til Skagafjarðar. Fréttablaðið hefur nú skýrslu nefndarinnar undir höndum. Í henni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann sem og hugmyndir um ný opinber störf sem geti orðið til í landshlutanum.Stefán Vagn Stefánsson var formaður nefndarinnarStefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði og formaður nefndarinnar, segir allar þær tillögur sem birtast í skýrslunni vera framkvæmanlegar. Skýrslan sé nú til meðhöndlunar í forsætisráðuneytinu og bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við vonum að sem flestar af þessum tillögum verði að veruleika. Landshlutinn hefur í langan tíma verið í mikilli varnarbaráttu. Við höfum einnig séð að verkefni hafa oft og tíðum ekki ratað til landshlutans. Það er síðan forsætisráðuneytisins að meta þær tillögur sem við komum með. Ég á svo von á því að niðurstaða fáist fljótlega.“ Auk Stefán Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Ásmundur Einar var starfsmaður Norðvesturnefndarinnar sem aðstoðarmaður forsætisráðherraVísirFram kemur í skýrslunni að markmiðið sé að efla byggð á Norðurlandi vestra. Bent er á leiðir um hvernig stuðla megi að aukinni fjárfestingu á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Erfitt er að henda reiður á kostnaði við þessar tillögur nefndarinnar. Sautján verkefni af 25 eru metin á um 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar tillögur eru almenn verkefni sem og verkefni sem fela í sér sköpun um 29 stöðugilda. Til samanburðar er nýlegur ívilnunarsamningur hins opinbera við Matorku metinn á um 425 milljónir króna. Átta tillögur nefndarinnar eru þannig að um er að ræða flutning opinberra starfa inn í landshlutann frá öðrum svæðum, að mestum hluta frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Segir í inngangi skýrslunnar að erfitt sé að meta kostnað við þær. Kostnaður myndi að öllum líkindum aðeins falla til við flutning starfanna en eftir það ætti árlegur kostnaður að vera svipaður og áður.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira