Fótbolti

Volland með fljótasta mark í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Volland (til vinstri) fagnar markinu.
Volland (til vinstri) fagnar markinu. vísir/getty
Kevin Volland skoraði fljótasta mark í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom Hoffenheim yfir eftir átta sekúndur gegn Bayern München.

Bayern München byrjaði með boltann, gáfu hann til baka. David Alaba átti svo afleita sendingu sem rataði á Kevin Volland sem lagði hann í gegnum klof Manuel Neuer og í netið. 1-0 eftir átta sekúndur!

Gamla metið átti Karim Bellarabi þegar hann skoraði eftir níu sekúndur fyrir Bayer Leverkusen gegn Dortmund í þýsku deildinni í fyrra.

Meistararnir hafa aldrei tapað í fimmtán leikjum gegn Hoffenheim, en Bayern vann leikinn 2-1 með sigurmarki Lewandowski í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×