Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. ágúst 2015 12:26 Heiða Kristín er á leið inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, mun taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi er Björt fer í fæðingarorlof. Áður hafði hún lýst því yfir að það gæti hún ekki gert meðan Guðmundur Steingrímsson væri formaður flokksins. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Guðmundur Steingrímsson muni hætta sem formaður Bjartrar framtíðar er ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall mun á sama tíma hætta sem þingflokksformaður. Í samtali við Þorbjörn Þórðarson í hádegisfréttum Bylgjunnar segir Heiða að hún sé ekki búin að ákveða sig hvort hún ætli í formannsslag eður ei en Heiða var annars stofnenda Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð „Ég er ekki búin að ákveða það endanlega en ég hef lýst því yfir að það séu margar konur hæfar til að taka við formennsku í flokknum,“ segir Heiða. „Ég myndi fagna því ef margir biðu sig fram en ég hef ekki útilokað það að gera það sjálf.“ Aðspurð um hugmynd Guðmundar Steingrímssonar að embætti flokksins myndu færast á milli manna svarar Heiða að hún telji það ekki ráðlegt sem stendur. Nú skipti meira máli að kjósa sterka forystu á ársfundinum. „Ég tel að gott formannskjör og ný forysta gæti skilað okkur í því að við myndum geta orðað betur hvar við stöndum, hvert og eitt, og hvert við viljum stefna. Þá er mögulegt að skýra hlutina betur út fyrir öðrum sem er það sem þetta snýst allt um.“Sjá einnig: Hvers vegna ekki formannskjör? Björt Ólafsdóttir útilokar að hún muni bjóða sig fram. Í samtali við Þorbjörn segir hún að hún gangi með tvíbura og á leið í fæðingarorlof svo það sé ekki á döfinni. Hugmynd Guðmundar um að embættin færist á milli finnst henni hins vegar góð. „Þetta er hugmynd sem hafði komið fram áður í samtölum innan flokksins,“ segir Björt. „Fyrir okkur í Bjartri framtíð er stefnan skýr en það má alltaf gera betur í að kynna hana og koma henni á framfæri.“ Brynhildur Pétursdóttir hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur formaður. Ekki náðist í Brynhildi við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var upptekin við að hlaupa Reykjavíkurmaraþon.
Tengdar fréttir Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15 Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Unnsteinn nýr aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms Unnsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 11. ágúst 2015 14:15
Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21
„Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sér tækifæri í þeirri ólgu sem ríkir innan flokksins. Hún segir þá ólgu þó smávægilega miðað við þá ógn sem vofir yfir mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. 11. ágúst 2015 14:42