Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa minnkað um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Nordicphotos/AFP Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira