Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Bibbi leggur mikið á sig fyrir Mannakjöt. „Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina. Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina.
Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30
Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00