Lífið

María Ólafsdóttir fer í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
María Ólafsdóttir á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins
María Ólafsdóttir á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins Vísir/Andri
Lagið Unbroken verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. Lagið er flutt af Maríu Ólafsdóttur en eftir þríeykið í StopWaitGo, þá þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. María átti texta lagsins með þeim þremur. 

Drengirnir í StopWaitGo áttu einnig lagið Once Again sem Friðrik Dór flutti í Söngvakeppninni en hann og María áttustvið í tveggja laga einvígi um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fer fram í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. Fyrri undanriðillinn fer fram þriðjudaginn 19. maí en sá seinni fimmtudaginn 21. maí. Úrslitin verða laugardaginn 23. maí og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar munu eiga fulltrúa þar. Þetta er 60. sinn sem Eurovison-keppnin er haldin en hún fór fram í fyrsta skiptið í Sviss 24. maí árið 1956. 


Tengdar fréttir

Frikka Dór spáð sigri í Eurovision

Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×