Tónlist

Björk stjórnar útvarpsþætti

Björk Guðmundsdóttir stjórnar breskum útvarpsþætti.
Björk Guðmundsdóttir stjórnar breskum útvarpsþætti. Vísir/Getty

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun stjórna útvarpsþætti á stöðinni Rinse FM í London 19. febrúar ásamt Robin Carolan, stjórnanda útgáfunnar Tri Angle Records.

Björk hefur einnig tilkynnt um tónleika á Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu í júlí og á Ostrava-hátíðinni í Tékklandi skömmu síðar.

Tilkynnt verður um fleiri tónleika á næstunni en Björk er um þessar mundir að kynna sína nýjustu plötu, Vulnicura, sem hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.