Vill sérstakt dvalarheimili fyrir hinsegin eldri borgara magnús hlynur hreiðarsson skrifar 21. mars 2015 14:58 Ugla Stefanía Kristjönudóttir, fræðslustjóri Samtakanna 78, vill sjá sérstakt dvalarheimili fyrir aldraða á Íslandi sem yrði eingöngu fyrir hinsegin eldri borgara. Hún segir að fólki sé frekar ýtt inn í skápinn þegar það fer á dvalarheimili í stað þess að leyfa fólki að koma út úr skápnum. Umræðan á Íslandi um samkynhneigð er alltaf að verða opnari og opnari enda þykir það ekki tiltökumál að vera samkynhneigður. Samtökin 78 voru með kynningu á starfsemi sinni í vikunni fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem allskonar spurningar komu upp, m.a. um samkynhneigð eldri borgara á Íslandi. „Við höfum alveg heyrt það að það sé ákveðin menning á elliheimilum, að hinsegin fólki sé ýtt aftur inn í skápinn og margir sem hafa aldrei þorað að tala um það fyrr en viðkomandi eru komin á elliheimili. Jafnvel í mörgum löndum er farið að búa til hinsegin elliheimili bara til að sporna gegn þessum fordómum og þessari stöðu sem fólk lendir í. Á Íslandi er fullt af elliheimilum en ég get ekki ímyndað mér að að hinsegin fólk sé í einhverjum forgangi varðandi þetta,“ segir Ugla.En gæti hún hugsað sér á fá hinsegin dvalarheimili á Íslandi? „Það væri alveg gaman, ég væri alveg persónulega til í að fara á eitthvað svona hinsegin elliheimili, það væri örugglega mjög spennandi og þá myndi ég líka vita að það væri allt í lagi að vera hinsegin, ég myndi ekki lenda í fordómum eða þessu kerfi sem er í gangi, það er bara spennandi pæling sem væri skemmtilegt að skoða“ segir hún. Ugla segir að það sé töluverður hópur eldri borgara á Íslandi sem sé hinsegin þó það sé ekkert verið að ræða um það eða segja frá því. „Já, já, það er eflaust fullt, fullt af eldri borgurum samkynhneigðir á þessum elliheimilum. Við þekkjum alveg til fólks á elliheimilum sem er hinsegin. Líka kannski núna með þessari nýju kynslóð þar sem það er opnara að vera hinsegin, þá er fólk miklu opnara með það, þannig að ég held að það eigi eftir að aukast miklu meira á Íslandi núna“, segir Ugla. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir, fræðslustjóri Samtakanna 78, vill sjá sérstakt dvalarheimili fyrir aldraða á Íslandi sem yrði eingöngu fyrir hinsegin eldri borgara. Hún segir að fólki sé frekar ýtt inn í skápinn þegar það fer á dvalarheimili í stað þess að leyfa fólki að koma út úr skápnum. Umræðan á Íslandi um samkynhneigð er alltaf að verða opnari og opnari enda þykir það ekki tiltökumál að vera samkynhneigður. Samtökin 78 voru með kynningu á starfsemi sinni í vikunni fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem allskonar spurningar komu upp, m.a. um samkynhneigð eldri borgara á Íslandi. „Við höfum alveg heyrt það að það sé ákveðin menning á elliheimilum, að hinsegin fólki sé ýtt aftur inn í skápinn og margir sem hafa aldrei þorað að tala um það fyrr en viðkomandi eru komin á elliheimili. Jafnvel í mörgum löndum er farið að búa til hinsegin elliheimili bara til að sporna gegn þessum fordómum og þessari stöðu sem fólk lendir í. Á Íslandi er fullt af elliheimilum en ég get ekki ímyndað mér að að hinsegin fólk sé í einhverjum forgangi varðandi þetta,“ segir Ugla.En gæti hún hugsað sér á fá hinsegin dvalarheimili á Íslandi? „Það væri alveg gaman, ég væri alveg persónulega til í að fara á eitthvað svona hinsegin elliheimili, það væri örugglega mjög spennandi og þá myndi ég líka vita að það væri allt í lagi að vera hinsegin, ég myndi ekki lenda í fordómum eða þessu kerfi sem er í gangi, það er bara spennandi pæling sem væri skemmtilegt að skoða“ segir hún. Ugla segir að það sé töluverður hópur eldri borgara á Íslandi sem sé hinsegin þó það sé ekkert verið að ræða um það eða segja frá því. „Já, já, það er eflaust fullt, fullt af eldri borgurum samkynhneigðir á þessum elliheimilum. Við þekkjum alveg til fólks á elliheimilum sem er hinsegin. Líka kannski núna með þessari nýju kynslóð þar sem það er opnara að vera hinsegin, þá er fólk miklu opnara með það, þannig að ég held að það eigi eftir að aukast miklu meira á Íslandi núna“, segir Ugla.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira