Dalvík – Indland norðursins Haukur R. Hauksson skrifar 21. mars 2015 07:00 Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar