Lífið

Mögnuð karlremba í gömlum auglýsingum - MYNDIR

MHG skrifar
Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hefur verið í stöðugri sókn síðustu ár þó margir vilji deila um árangurinn.

Fyrir fimmtíu árum var staða flestra kvenna ekki sérlega flókin: Konur voru heimavinnandi. Þeirra hlutverk var að halda heimilinu fallegu, fötunum straujuðum og matnum heitum fyrir eiginmanninn. Hann var fyrirvinnan og konan í þjónustuhlutverki. Meðlög og barnabætur tilheyrðu enn framtíðinni og höfðu því flestar konur ekki mikið val.

Reyndar má enn sjá sambærileg dæmi við þessi í auglýsingum nútímans, meðal annars hefur bandaríska fyrirtækið American Apparel hlotið mikla gagnrýni fyrir að klámvæðingu og kvenfyrirlitningu í auglýsingum. Þessi mynd má teljast léttvæg miðað við það sem komið hefur frá fyrirtækinu og margir hafa kosið að sniðganga það alfarið enda telst þessi markaðssetning ekki samræmast gildum nútímafólks. 

Á Íslandi höfðum við meðal annars blómarósina í Alaska sem er saklaus í samanburði við margar þessara mynda sem endurspegla bæði ofbeldi, níðingshátt og annað sem í dag telst einfaldlega saknæmt.



Það er eins gott að gefa manninum almenninlegt kaffi. Annars...



Bæklingur fyrir karla sem eru "enn" að berja konurnar sínar. 

Fleiri myndir í sama dúr má skoða HÉR á vefsíðunni So Bad so Good. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×