Handbolti

Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Eitt það sem hefur helst vakið eftirtekt á HM í handbolta hér í Katar til þessa eru störf dómaranna sem hafa tekið mjög hart á varnarmönnum keppninnar til þessa.

Dómararnir hafa ítrekað beitt tveggja mínútna brottvísun á varnarmenn og sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu að gegn Sádí-Arabíu hafi Danir nokkrum sinnum fengið brottvísun fyrir það sem hann telur eðlilegan varnarleik.

Guðmundur ítrekaði þetta svo í viðtali við Vísi eftir fundinn og sagði erfitt að eiga við dómgæsluna á mótinu.

„Þessi nýja lína dómaranna er farin að ráða úrslitum leikjanna að mjög stóru leyti,“ sagði Guðmundur en hans menn mæta Þjóðverjum í kvöld. „Það er mjög erfitt að ætla að meta það fyrirfram hvort liðið muni komast betur frá þessu en það gæti haft mikið að segja.“

„Það er hrikalegt að upplifa að þetta hafi verið sett fram í gang af slíku offorsi hjá dómurunum. Það er ekki verið að setja nýja reglur eða skerpa á gömlum reglum því mér finnst og fremst að það sé gjörsamlega verið að oftúlka þær.“

„Ég er ekki sáttur við þessa línu dómaranna. Á engan hátt.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu

Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×