Allt að þriggja mánaða bið á Vog: "Hann fer í ákveðinn forgang“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2015 11:20 Björgvin Sigurðsson greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að leita sér lækningar á Vogi. Vísir/Vilhelm/Gunnar „Það er von að menn spyrji,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, spurður um biðlistann eftir því að komast í áfengis- og vímuefnameðferð. Fjöldamargir eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi og geta sumir þurft að bíða í allt að þrjá mánuði. Því vakti það athygli margra í gær þegar Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og sveitarstjóri Áshrepps, greindi frá því að hann færi í meðferð á Vogi næstkomandi miðvikudag. Björgvin tók þessa ákvörðun eftir að honum var sagt upp sem sveitarstjóra Áshrepps í síðustu viku fyrir að hafa dregið sér fé í opinberu starfi og því ljóst að hann þurfti ekki að bíða í þrjá mánuði eftir að komast í meðferð. Því er Þórarinn Tyrfingsson spurður hvernig fólk kemst fram fyrir þennan biðlista.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Heiða„Meikar stundum ekki sens“„Það er eðlilegt að menn spyrji um það því það meikar stundum ekki sens,“ segir Þórarinn. „Þeir sem hafa forgang hérna er fólk sem ekki hefur verið hér áður. Þar á eftir kemur fólk sem er mjög mikið veikt og endurkomu fólk, sem er þá inni á bráðamóttöku og hefur farið þangað vegna sjálfsvígstilrauna eða með sýkingar, eða fólk sem er á okkar göngudeild og er mjög illa á sig komið. Þá hefur það forgang. Svo í tilfelli Björgvins þá hefur hann ekki komið hér oft svo hann hefur ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn en Björgvin greindi frá því í viðtali við Herðubreið í gær að hann hætti að drekka fyrir tíu árum. „Og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli,“ sagði Björgvin.„Best fyrir þjóðfélagið“ Þórarinn segir að einnig sé rétt að spyrja hvort þessi forgangsröðun á Vogi sé rétt. „Það er hægt að segja að maður sem kemur hér inn til dæmis og mikið er í húfi og svo erum við búin að vera með hann í langri meðferð, svo fellur hann. Samkvæmt öllu ætti ekki að taka hann inn því hann var hér fyrir hálfu ári, en kannski er lang skynsamlegast að kippa honum strax inn, það er best fyrir hann, best fyrir okkur og best fyrir þjóðfélagið. En ennþá erum við að raða þessu inn svona eftir kannski einhverjum gömlum viðhorfum og hugsunarhætti. Allt er þetta til að rugla fólk í ríminu.“ Hann segir það vera algalið að fólk komist ekki í meðferð fljótt og örugglega ef það er mikið veikt. „Alltaf þegar koma biðlistar, hvort sem það er mjaðmaaðgerð eða hvað sem það er, þá kemur þessi umræða frá almenningi og öllum, hvernig er raðað, hverjir taka ákvarðanir um að þetta fólk komi inn. Er þetta bara dregið upp úr hatti eða hvað? Þetta fylgir alltaf og mér finnst eðlilegt að fólk spyrji þessara spurninga og fólk á að gera það, af hverju var hann tekinn inn? Svarið við því er að hann fer í ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn og segir það vera vegna þess að Björgvin falli í þann hóp sem ekki hefur verið áður inni á Vogi. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Oddviti Ásahrepps vonast til að hægt verði að komast hjá því að kæra mál Björgvins G. Sigurðssonar til lögreglu. 20. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Það er von að menn spyrji,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, spurður um biðlistann eftir því að komast í áfengis- og vímuefnameðferð. Fjöldamargir eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi og geta sumir þurft að bíða í allt að þrjá mánuði. Því vakti það athygli margra í gær þegar Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og sveitarstjóri Áshrepps, greindi frá því að hann færi í meðferð á Vogi næstkomandi miðvikudag. Björgvin tók þessa ákvörðun eftir að honum var sagt upp sem sveitarstjóra Áshrepps í síðustu viku fyrir að hafa dregið sér fé í opinberu starfi og því ljóst að hann þurfti ekki að bíða í þrjá mánuði eftir að komast í meðferð. Því er Þórarinn Tyrfingsson spurður hvernig fólk kemst fram fyrir þennan biðlista.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Heiða„Meikar stundum ekki sens“„Það er eðlilegt að menn spyrji um það því það meikar stundum ekki sens,“ segir Þórarinn. „Þeir sem hafa forgang hérna er fólk sem ekki hefur verið hér áður. Þar á eftir kemur fólk sem er mjög mikið veikt og endurkomu fólk, sem er þá inni á bráðamóttöku og hefur farið þangað vegna sjálfsvígstilrauna eða með sýkingar, eða fólk sem er á okkar göngudeild og er mjög illa á sig komið. Þá hefur það forgang. Svo í tilfelli Björgvins þá hefur hann ekki komið hér oft svo hann hefur ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn en Björgvin greindi frá því í viðtali við Herðubreið í gær að hann hætti að drekka fyrir tíu árum. „Og það gekk vel í nokkur ár en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli,“ sagði Björgvin.„Best fyrir þjóðfélagið“ Þórarinn segir að einnig sé rétt að spyrja hvort þessi forgangsröðun á Vogi sé rétt. „Það er hægt að segja að maður sem kemur hér inn til dæmis og mikið er í húfi og svo erum við búin að vera með hann í langri meðferð, svo fellur hann. Samkvæmt öllu ætti ekki að taka hann inn því hann var hér fyrir hálfu ári, en kannski er lang skynsamlegast að kippa honum strax inn, það er best fyrir hann, best fyrir okkur og best fyrir þjóðfélagið. En ennþá erum við að raða þessu inn svona eftir kannski einhverjum gömlum viðhorfum og hugsunarhætti. Allt er þetta til að rugla fólk í ríminu.“ Hann segir það vera algalið að fólk komist ekki í meðferð fljótt og örugglega ef það er mikið veikt. „Alltaf þegar koma biðlistar, hvort sem það er mjaðmaaðgerð eða hvað sem það er, þá kemur þessi umræða frá almenningi og öllum, hvernig er raðað, hverjir taka ákvarðanir um að þetta fólk komi inn. Er þetta bara dregið upp úr hatti eða hvað? Þetta fylgir alltaf og mér finnst eðlilegt að fólk spyrji þessara spurninga og fólk á að gera það, af hverju var hann tekinn inn? Svarið við því er að hann fer í ákveðinn forgang,“ segir Þórarinn og segir það vera vegna þess að Björgvin falli í þann hóp sem ekki hefur verið áður inni á Vogi.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Oddviti Ásahrepps vonast til að hægt verði að komast hjá því að kæra mál Björgvins G. Sigurðssonar til lögreglu. 20. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Oddviti Ásahrepps vonast til að hægt verði að komast hjá því að kæra mál Björgvins G. Sigurðssonar til lögreglu. 20. janúar 2015 07:00
„Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Ólína segir illa innrætta óvini sækja að Björgvin Ólína Þorvarðardóttir rís upp til varnar Björgvin G. Sigurðssyni og segir að um umdeilda ráðstöfun fjármuna sé að ræða, ekki fjárdrátt. 19. janúar 2015 13:14
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45