Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Skuld Björgvins við hreppinn er nálægt hálfri milljón. vísir/daníel Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
„Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45