Erlent

Anonymous segja ISIS leggja á ráðin um árásir víða um heim á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr myndbandi Anonymous þar sem þeir lýsa yfir stríði við ISIS.
Úr myndbandi Anonymous þar sem þeir lýsa yfir stríði við ISIS. vísir
Hakkararnir í Anonymous sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir greina frá því að þeir hafi komist yfir upplýsingar um áætlanir hryðjuverkasamtakanna ISIS um árásir á morgun, sunnudag.

Samkvæmt yfirlýsingu Anonymous hafa ISIS skipulagt árásir í París, Bandaríkjunum, á Ítalíu og í Líbanon.

Hakkararnir segjast í yfirlýsingunni birta upplýsingarnar svo að „allur heimurinn viti, eða að minnsta kosti þeir sem ætla á þessa viðburði, að það hafa verið hótanir og að það er möguleiki á árás. Annað markmið er að láta Daesh [ISIS] vita að allur heimurinn viti af þessu svo að þeir hætti við árásirnar.“

Á vef International Business Times kemur fram að Anonymous hafi komið sönnunum varðandi möguleika á árásum til MI5, leyniþjónustu Breta, CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar.

Nálgast má yfirlýsingu Anonymous hér og sjá þar listann yfir staði sem hakkararnir telja í hættu. Í vikunni lýstu þeir yfir stríði við ISIS vegna árásanna í París þar sem yfir 130 manns létust og hundruð manna særðust. Sögðust hakkararnir ætla að fara í umfangsmestu aðgerðir sínar til þessa gegn hryðjuverkasamtökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×