Innlent

Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald meðan á rannsókn stóð.
Mennirnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald meðan á rannsókn stóð. vísir/daníel
Vinkonur 16 ára stúlku sem kærði hópnauðgun í Breiðholti í maí í fyrra breyttu framburði sínum fyrir dómi frá því sem þær höfðu sagt í skýrslutökum hjá lögreglu. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Stúlkan kærði fimm menn fyrir hópnauðgun en sýknudómur í málinu sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hefur vakið mikla athygli og reiði hjá mörgum. Dómurinn byggir meðal annars á framburði vinkvenna stúlkunnar.

Frá því er meðal annars greint í dómnum að við vitnaleiðslur hafi komið fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja að atburðurinn hafi verið nauðgun ef myndbandsupptaka af honum færi í dreifingu, sem og gerðist.

Ekki er hins vegar minnst á það í dómnum að þessi framburður sé ekki í samræmi við skýrslur sem vinkonurnar gáfu hjá lögreglu en í frétt RÚV kemur fram að þá hafi vitnisburður þeirra verið í samræmi við atvikalýsingu stúlkunnar sem kærði.


Tengdar fréttir

Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist

Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum.

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×