Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað.
Samtökin benda á að iðjan sé bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins, þar á meðal Danmörku, en að Danir láti hana óátalda í Færeyjum.
Liðsmenn samtakanna hafa um árabil fordæmt grindadráp Færeyinga og voru tveir handteknir í gær þegar verið var að lokka hvalina upp í fjöru.
Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar, en dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt veiðarnar og segja þór grimmar og óþarfar.