Erlent

Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga

Atli ísleifsson skrifar
Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar.
Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar.
Samtökin Sea Shepard hafa fordæmt grindadrápin í Færeyjum sem standa yfir þessa dagana. Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø, skammt frá færeysku höfuðborginni Þórshöfn, sem fram fór í gær.

Á myndbandinu, sem birtist á YouTube, má sjá hvernig eyjaskeggjar safnast saman í fjörunni á meðan bátar lokka grindhvalatorfuna upp í fjöru þar sem fólkið reynir svo að draga hvalina á land.

Einnig má sjá hvernig lögregla heldur aftur af mótmælendum í fjörunni.

Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar, en dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt veiðarnar og segja þór grimmar og óþarfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×