Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður kærður til Hæstaréttar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. vísir/pjetur
Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV með því að hafa haft við þær óvarin mök, ætlar að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum til Hæstaréttar. Þetta kemur fram á vef Stundarinnar.

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær, eða til 20. ágúst næstkomandi.

Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti ein kona sé smituð.

Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Hann er talinn vera á þrítugsaldri en aldur hans hefur þó ekki fengist staðfestur.

Við komu hans til landsins dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr nú í Reykjavík.

Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar.


Tengdar fréttir

Á annan tug kvenna mögulega smitaðar

Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Að minnsta kosti ein kona er smituð. Sóttvarnarlæknir rekur smitleiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×