Forstjóri Landspítalans segir þörf á sneiðmyndatæki til vara Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 14:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/LSH Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24
Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45