Ben Affleck mun fara með hlutverk Batman í myndinni og nú hafa fyrstu myndirnar af glænýju ökutæki ofurhetjunnar birst.
Batman-bíllinn hefur alltaf stórt hlutverk í hverri mynd og var mikill fjöldi aðdáenda mættur til að fylgjast með tökum í Toronto á dögunum. Þar sást Batman-bíllinn sem og bíll Jókersins.
Hér að neðan má sjá myndbönd og myndir sem birtust á Instagram.